Dvöl - 01.10.1938, Síða 24

Dvöl - 01.10.1938, Síða 24
262 - D V Ö L tveggja skýr einkenni menningar- þjóðar, sem sýnir með því, að hún skilur hver verðmæti eru fólgin í að eiga fagurt land. Ef svo fer, að hingað leiti mikill straumur erlendra ferðamanna, þá getum vér ekki á margan hátt sýnt það betur að vér kunnum að taka við þeim, en með því að sýna þeim að vér umgöng- umst hina fögru nálttúru lands vors og hina dýrustu staði henn- ar með svipaðri lotningu og trúað- ir menn umgangast hin helgustu musteri. En þess megum vér einn- ig minnast, að nautn vor sjálfra við að heimsækja fagran stað, verður því meiri, sem vér kunn- um betur að meta hann og því meiri virðingu sem vér sýnum honum í allri vorri umgengni. Pá skal þess getið í fáum orð- um hvað frændþjóðir vorar á Norðurlöndum hafa unnið málum þessum til eflingar. Pær standa allar framarlega: í flokki um frið- un náttúruverðmæta eins og ótal mórgum öðrum menningarmálum. Pótt þjóðir þessar séu skyldar, hefir friðunarstarfið verið rekið á nokkuð mismunandi hátt þeirra á meðal, en sameiginlegt er þeim það öllum, að félög hafa verið stofnuð, nefndir settar og lög gef- in, sem, allt miðar að sama marki, verndun náttúruverðmæta. í öll- um löndunum er starfið meira eða minna háð eftirliti og umsjá hins opinbera. Víðast hafa náttúru- fræðingar haft forustuna á hendi, enda starfið verið unnið með það fyrir augum að vernda hina ó- snortnu náttúru landanna. I Dan- mörku, þar sem allt landið er ræktað að heita má, hefir nátt- úruverndin einkum hnigið að því að friða smábletti, forndysjar, grjótgarða, skógarlunda og smá- heiðabletti. En í hinum löndun- um, þar sem landrýmið er meira, hafa verið stofnaðir þjóðgarðar, þar sem allt er friðað, dautt og lifandi, á líkan hátt og vér höfum gert við Þingvelli. Þjóðgarðar þessir eru engin smásmíði, þann- ig ná hinir stærstu þeirra í Sví- þjóð yfir hundruð ferkílómetra, og í þeim eru fjallgarðar með tind- um og jöklum, og dalir með fljót- um og fossum. Þá hafa og margar borgir friðað allstór svæði í ná- grenni sínu, og eru þau notuð sem skemmtigarðar fyrir borgar- búa. í öllum löndunum eru gefin út tímarit og fjöldi annara rita, stórra og smárra, náttúrufriðun- mni til stuðnings. Eru rit þessi að öllum jafnaði hin fegurstu að útliti og valin að efni. Leggja þar saman listamenn, rithöfundar og vísindamenn til þess að þau verði sem bezt úr garði gerð. Dagblöð- in leggja og friðunarmálunum jafnan liðsyrði. Með þessum ráð- um hefir smámsaman tekizt að afla málum þessum fylgis í al- menningsálitinu, enda er það svo hér sem annarsstaðar, að enginn félagsskapur eða lagaboð fá unn- ið það verk sem þarf, ef almcnn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.