Dvöl - 01.10.1938, Page 26

Dvöl - 01.10.1938, Page 26
264 D V Ö L færi á að venja hug unglinganna að því að umgangast vé náttúr- unnar á þann hátt, sem samir sið- menntuðum mönnum. Á hverju sumri leitar fjöldi manna í skemmtiferðir út um sveitir landsins og öræfi. Einkum eru það bæjarbúarnir, sem leita út í ináttúruna til að hrista af sér1 bæjarykið og sækja nýjan þrótt og lífsfjör, til að beita í baráttu hins daglega lífs. Ég efast ekki um, að þessar ferðir eru mörgum bæjarbúanum helztu sólskins- stundir ársins og hann yljar sér oft við endurminningu þeirra á köldum og dimmum vetrarkveld- um. En þess mega menn minnast um leið, að svo verða endurminn- ingarnar beztar, að samvizkan segi oss, að vér höfum í heiðri haldið boðorð móður vorrar náttúrunn- ar, og umgengizt hana með því hugarfari, að staðurinn sem við stóðum á væri heilagur. f>að hugarfar þarf að rækta með þjóð- inni, því að auk þess sem það göfgar vorn innri mann, þá er það mikilsvert atriði í viðhorfi voru gegn erlendum gestum, sem heimsækja oss, að ver getum sýnt þeim áþreifanlega, að vér metum svo náttúrufegurð landsins, að vér umgöngumst náttúruna eins og landið allt væri cinn friðaður þjóðgarður. Pá vil ég að endingu taka fram í stuttu máli hið hclzta, sem gera ber í þcssum málum; 1) Setja ber, eða öllu heldur end- urskoða og auka, friðunarlög þau, sem nú eru og gera þau víðtækari, og sníða þau mjög í samræmi við álit náttúrufróðra manna. 2) Á nokkrum stöðum á landinu, einkum í nánd við bæina, á að alfriða nokkur svæði, og yfirleitt ber að friða sem flesta sér- kennilega staði. 3) Stofna ætti náttúruverndarráð, sem væri valið af félögum þeim, er fyr getur, og öðrum þeim, er hlut vildu eiga að þessu máli. Ráð þetta færi með framkvæmd- ir náttúruverndunarinnar í um- boði ríkisstjórnarinnar. 4) í skólum landsins ætti að helga einn dag að einhverju lejdi frið- unarmálunum og þá einkum á þann hátt, að hvetja til fag- urrar umgengni og leitast við að eyða hirðuleysiskennd ungl- inganna um náttúruna. ÉR bygg, að með þessu móti mætti smám saman skapa það hugarfar og þá menningu í sam- bandi við ferðir og aðra umgengni um náttúru landsins, sem henni hæfir. Jafnframt yrði það tiyggt, að fagrir staðir yrðu ekki skemmdir af mannavöldum, cða útrýmt yrði sjaldgæfum tegund- um jurta og dýra.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.