Dvöl - 01.10.1938, Side 27
D V ö L
265
Skuldaskil
Eftir Soffíu Ingvarsdóttur
Nei, hann gat ekki beðið lengur.
Pétur var að lyfta á sig saltpoka,
en lét hann síga aftur. Nú varð
hann að fara. Hann ætlaði að vera
alveg rólegur, reyna að tala við
hann í einlægni og fullu trausti,
— þennan djöful. Ekki þetta, eng-
an ofsa. Hann gat ekki boðið
þessum fína, ríka rnanni byrgin.
Eina Ieiðin var að fara að honum
bónarveg, skírskota til göfuglynd-
is hans, segja alveg eins og var,
að hann gæti ekki, guð vissi, að
hann gæti ekki Iifað við þetta.
Nokkrum mínútum seinna stóð
Pétur inni í skrifstofu forstjór-
ans. Iiann staðnæmdist við hurð-
ina. Verkarnannaskórnir mörkuðu
dökka Ixringi í gólfteppið og bráð-
ið salt draup við og við af stakkn-
um hans
,,Ég er maðurinn konunnar,
sem — — —
Pétur þagnaði, honum varð bilt
við sína eigin rödd.
Forstjórinn stóð upp frá skrif-
borðinu, horfði eitt andartak í
gaupnir sér, eins og hann jryrfti
að hugsa sig um. Síðan sneri hann
sér að Pétri og sagði hirðuleys-
islega:
„Pér eruð fullur, maður“.
Pétur heyrði ekki strax. Hann
virti fyrir sér hendur forstjórans,
slétta andíitið og strykna hárið.
Nú skildi hann til fulls samanburð-
inn, sem lá í augum kbnunnar
hans, þegar hann kom illa til reika
úr vinnunni á kvöldin.
Forstjórinn leit óþolinmóður á
símatækið. Orð hans náðu Pétri.
„Nei, ég er ekki fullur. Hún
hefir aldrei átt að verða drykkju-
mannskona, hún — hún María“.
Pétur hikaði við nafn hennar og
vangar hans dökknuðu enn meir.
Hann reyndi að draga andann létt-
ar og hægar. Nú átti hann að tala
um þetta hreinskilinn og blátt á-
fram. Hann ætlaði að byrja: ,,þér
þekkið hana Maríu“, en hann kom
því ekki fram yfir varir sínar, orð-
in urðu svo þýðingarmikil og
þung í rneðvitund hans.
Forstjórinn jragði og mældi Pét-
ur með augunum. Síðan lyfti hann
sér snöggvast upp á tá og kímdi
í góðgirnislegu lítillæti, gekk því
næst að reykborðinu, fékk sér
vindil og bauð Pétri. Pétur af-
þakkaði. Forstjórinn lét fallast
makindalega í stærsta og dýpsta
stólinn.
„Nóg vinna á eyrinni?“ sagði
hann spyrjandi um leið og hann
kveikti í vindlinum. „Pað er ekki