Dvöl - 01.10.1938, Qupperneq 27

Dvöl - 01.10.1938, Qupperneq 27
D V ö L 265 Skuldaskil Eftir Soffíu Ingvarsdóttur Nei, hann gat ekki beðið lengur. Pétur var að lyfta á sig saltpoka, en lét hann síga aftur. Nú varð hann að fara. Hann ætlaði að vera alveg rólegur, reyna að tala við hann í einlægni og fullu trausti, — þennan djöful. Ekki þetta, eng- an ofsa. Hann gat ekki boðið þessum fína, ríka rnanni byrgin. Eina Ieiðin var að fara að honum bónarveg, skírskota til göfuglynd- is hans, segja alveg eins og var, að hann gæti ekki, guð vissi, að hann gæti ekki Iifað við þetta. Nokkrum mínútum seinna stóð Pétur inni í skrifstofu forstjór- ans. Iiann staðnæmdist við hurð- ina. Verkarnannaskórnir mörkuðu dökka Ixringi í gólfteppið og bráð- ið salt draup við og við af stakkn- um hans ,,Ég er maðurinn konunnar, sem — — — Pétur þagnaði, honum varð bilt við sína eigin rödd. Forstjórinn stóð upp frá skrif- borðinu, horfði eitt andartak í gaupnir sér, eins og hann jryrfti að hugsa sig um. Síðan sneri hann sér að Pétri og sagði hirðuleys- islega: „Pér eruð fullur, maður“. Pétur heyrði ekki strax. Hann virti fyrir sér hendur forstjórans, slétta andíitið og strykna hárið. Nú skildi hann til fulls samanburð- inn, sem lá í augum kbnunnar hans, þegar hann kom illa til reika úr vinnunni á kvöldin. Forstjórinn leit óþolinmóður á símatækið. Orð hans náðu Pétri. „Nei, ég er ekki fullur. Hún hefir aldrei átt að verða drykkju- mannskona, hún — hún María“. Pétur hikaði við nafn hennar og vangar hans dökknuðu enn meir. Hann reyndi að draga andann létt- ar og hægar. Nú átti hann að tala um þetta hreinskilinn og blátt á- fram. Hann ætlaði að byrja: ,,þér þekkið hana Maríu“, en hann kom því ekki fram yfir varir sínar, orð- in urðu svo þýðingarmikil og þung í rneðvitund hans. Forstjórinn jragði og mældi Pét- ur með augunum. Síðan lyfti hann sér snöggvast upp á tá og kímdi í góðgirnislegu lítillæti, gekk því næst að reykborðinu, fékk sér vindil og bauð Pétri. Pétur af- þakkaði. Forstjórinn lét fallast makindalega í stærsta og dýpsta stólinn. „Nóg vinna á eyrinni?“ sagði hann spyrjandi um leið og hann kveikti í vindlinum. „Pað er ekki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.