Dvöl - 01.10.1938, Síða 29

Dvöl - 01.10.1938, Síða 29
D V Ö L 267 sinni, hafði honum tekizt undir hinu og öðru yfirskini að lokka hana til sín. Og María, hún var kát og dálítið frí af sér. Það var kbmið sem komið var. Hann ætl- aði ekki að dæma, og hann vor- kenndi forstjóranum. Það var ekk- ert undarlegt að elska Maríu. Hún var nú einu sinni þannig. En það var skylda forstjórans, þegar svona stóð á, að bæla sínar til- finningar niður. Örðugt var það sjálfsagt. Pétur var aftur á móti í sínum fulla rétti. Hún hafði* komið til hans sjálf af fúsum vilja. Atvik runnu upp í huga hans, ljúf og hlý. Hann langaði til að segja forstjóranum allt um fyrstu ástir þeirra Maríu, en hann stillti sig og lét sér nægja að segja: ,,Ég veit það vel, að María er alltof falleg fyrir mig, en héðan af get ég ekki misst hana“. Forstjórinn leit upp. Pétur kunni ekki við svip hans. „Jú“, svaraði forstjórinn og faldi bros sitt. „Þér getið sann- arlega verið ánægður með konuna yðar. Hún er prýðislagleg. Augu hennar eru opin fyrir öllu,oghún getur glaðzt ennþá. Annars er ekki unnt að gera kbnum til hæfis til lengdar. Þær ofmetnast af eftir- sókn okkar og dekri — verða duttlungafullar og heimtufrekar og seinast þreytandi. Það er leið- inlegt þetta með konurnar, því óneitanlega getur maður ekki án þeirra verið.“ Forstjórinn beit í vindilinn og velti honum milli var- anna. Pétur skildi ekki íorstjórann til fulls, en hann horfði á munn hans og fylltist skyndilegum viðbjóði og megnri ókyrrð. Hann leiddi hjá sér að svara honum. Hann varðaði ekki um konur yfirleitt. Hann hugsaði aðeins um Maríu. Hann varð að vera rólegur og reyna að gera forstjóranum ljóst, að hann gæti ekki lifað án henn- ar. Veggurinn, sem Pétur stóð við, var alþakinn bókum. „Þér eigið víst allar þessar bækur, les- ið þær og skiljið. Yður þarf ekki að leiðast. Menntaðir menn hafa svo margt að hugsa um og gleðj- ast yfir. Það er ójafnt á með okk- ur. Sjáið til, skiljið þér, í raun- inni á ég ekkert nema Maríu. Þess vegna . . .“ Pétur þagnaði snögglega. Það hafði logað á skrifborðslampan- um einum og stofan var hálfrokk- in. En forstjórinn kveikti á ljósa- krónunni, þegar Pétur nefndi bókasafn hans. Pétur virti orð- laus fyrir sér íburð húsgagn- anna iog allt skrautið. Hann fann, að hann lamaðist. Hve María hlaut að una hér vel, á þessu mjúka flosi innan um alla þessa silkisvæfla. Tillit hans festist við vegginn andspænis honum. Yfir lága, breiða legubekknum héngu niokkrar myndir, mismunandi stórar, en allar af nöktum kon- um í sérkennilega blygðunarlaus- urn stellingum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.