Dvöl - 01.10.1938, Side 31

Dvöl - 01.10.1938, Side 31
D V Ö L 269 á hann í gáskakenndri sorgbitni. „Það var fallega gert“, sagði hann alveg hugsunarlaust. — Hann var að yfirvega, hvort hún hefði lækkað. Hafði hár hennar alltaf verið litlaust og munnur- inn svona stór? María nefndi ekki saltlyktina eða vinnustakkinn, en hálfdró hann að legubekknum. Hún smeygði hendi sinni undur ástúð- lega í lófa hans. „Ég kann orðið svo vel við mig heima, hérna í stofunni okkar. Bráðum fáum við okkur meira af hiúsgögnum, stóran stól, sem við getum setið í bæ.ði, og ýmislegt fleira. Heldjurðu ekki að þá verði vistlegt fyrir þig á kvöldin og á sunnudjögum ? Að gefa Maríu stofu, eins og honum fannst henni samboðin, það hafði hann löngum ætlað sér. Nú þekkti hann ekki sína eigin ósk, h'ún var orðin bæði lítilfjör- leg og heimskuleg. En María hélt áfram. „Og svo einhverntíma, að ári eða hitt árið, — — eða jafnvel fyrr, ef þú vilt--Hún beygði höfuð hans að vörum sér og lauk við setninguna í hægu hvísli. Pétur ýtti henni harkalega frá sér. Þetta var óskammíeilið og siðlaust. María, sem alltaf gerði allt til þess að eiga ekki börn. Hann hélt henni frá sér með bein- um1 handlegg. Nú var ekki lengur yfir henni neinn ljómi, engin töfr- andi skírskotun, sem glapti hon- um sýn. Rannsakandi augnaráð hans smaug í gegnum hana, vó og mat. í ástríðufullri örvæntingu leitaði hann að einhverri- fullnæg- ingu, einhverju verðmæti, á móti öllu því, sem hann hafði gert fyrir hana. En hann fann ekki neitt. Hann langaði að hata hana, en orkaði ekki, því á sama augnabliki seytl- aði fram1 í sál hans nýtt afl, nýr, óvæntur fögnuður. Hann var frjáls. Hún átti ekkert tilkall til hans lengur. Fyrir Maríu hafði hann gold|ið miklu meira en hún átti innstæðu fyrir. Maríu fipaðist. „Þykir þér ekki vænt um mig, Pétur?“ Pétur endurtók orð hennar í huga sér og brosti við. Nú var hann ekki lengur háður henni. Aldrei myndi hann oftar fremja ofbeldisverk vegna hennar ávirð- inga og breyzkleika. María horfði á hann. Hún s:í gagngerða breytingu á svip hans og látbragði. Hann hafði rétt úr sér eins og maður, sem hefir los- að sig við þunga byrði. María skildi hann ekki, en varð róleg og fór að hlæja. Hve spurning hennar var heimskuleg og óþörf. Hún dustaði vendilega kjólinn sinn, teygði sig og smá- geispaði, gekk að speglinum og lagaði til á sér hárið. „Ég skal fara að finna þér eitt- hvað að borða. Þú ert óvenju þreyttur eftir vinnuna í dag“. En Pétur hafði aldrei verið

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.