Dvöl - 01.10.1938, Side 34

Dvöl - 01.10.1938, Side 34
272 D V ö L eríku, John Dewey, leggi meg- in áherzluna á það, að barnaskólar nútímans reyni að tileinka sér sem mest af rótgrónum, mikilsverðum uppeldisvenjum sveitanna og fari sem mest að dæmum þeirra. En Kjær vekur a'ftur athygli á því og, leggur á það mikla áherzlu, að hversu góðir sem þessir barna- skólar séu, þá geti þeir aldrei jafn- azt á við góð sveitaheimil'i í verk-1 legu uppeldi og mótun skapgerð- ar. Hann segir, að í hinum frægu skóium Deweys og lærisveina hans geti börnin að vísu lært að grafa, sá, uppskera, telgja tré, en allt sé þetta aðeins einskonar leik- ur, annað verði það aldrei. Af- koma einkis manns sé t. d. undir því komin hvort illa eða rösklega sé að verki gengið. Eni á sveitaheimili, þar sé barn- ið hlekkur í stórri keðju, einn þátturinn í vinnusamfélagi, þar á það sinn afmarkaða bás, sitt á- kveðna hlutverk að vinna. Og hvert sæmilega þroskað barn muni ósjálfrátt skilja, að bregð- ist það hlutverki sínu, bíði heim- ilið tjón af. Undrafljótt, er það rísi á legg, finni það til þessarar ábyrgðar. Alvaran af gildi þess sjálfs og þýðing starfsins hvíli því yfir því undra fljótt. Og á því fær það fljótan skilning að iðni, trúmennska og dugnaður yfirleitt muni hverjum dýrri kostur. Höf. telur að veilur vinnuskól- anna Iiggi í því, að þeim takist ekki að fá nemendum sínum þau viðfangsefni við að glíma, sem skerpi ábyrgðartilfinningu þeirra, kveðji þá til reikningsskapar fyr- ir vel eða illa unnið starf. Mikil rök munu fylgja máli þessa danska Iýðskólamanns. Hin margbreyttu störf sveitanna munu reynast hverju barni mjög heil- brigður og þroskavænlegur skóli. Og til þessa skólanáms þarf rík- ið ekki að leggja hinn minnsta skerf. Hver nemandi í þeim skóla er jafnframt virkur þáttur í önn hvers dags. Starfsorka barnsins, þó smáar hafi hendur, er nýtt sjálfu því til framfæris og auk þess til margfaldrar menningar, þeim eykst dómgreind, lífsreynsla og margvísleg leikni. Mörg þau störf, sem börnum eru ætluð, eru allerfið, heimta alla þá krafta, er þau búa yfir. En oft er þeim einnig svo háttað, að þau vekja þeim tilhlökkun og óblandinn fögnuð, svo þau ganga að þeim sem hrífandi leik. Hyldjúp alvara slær að vísu oftað baki þeim leik, því þeim dylst ekki að bregðist þau skyldu sinni getur tjón hlot- izt af. Undrafljótt skilur næmur barnshugurinn að afkoma heim- ilisins, sómi þess og vegur hvílir einnig að nokkru á smágerðum öxlum þess. Slíkt eykur því þroska í hugsun, festu í skap og gefur því ákveðið mark eftir að keppa. Viðfangsefnin margþætt treysta afl þess, andlegt sem líkamlegt.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.