Dvöl - 01.10.1938, Síða 42

Dvöl - 01.10.1938, Síða 42
280 D V Ö L spítala og gefa hann sveitinni. Segið þér mér-------------liafið þér heimþrá? Hún er undarleg heim- þráin! Menn mega lítilsvirða allt á þessari jörð. En ekki sveitina sína. Maður verður ef til vill fræg- ur um alla veröldina------en það er lítilsvirði ef hann er ekki dáð- lur í sveitinni sinni. Segið þér mér lifa foreldrar mínir ennþá?“ Ég brosti vingjarnlega og hristi höfuðið. Hann leit niður og strauk hend- inni yfir ennið. „Æi—nei. Pau voru orðin svo roskin þegar ég fór. En hvernig líður Lovísu Nor- berg?“ Lað var unnustan hans, fyrr- verandi, og ég hristi aftur höfuð- ið. Hún var líka dáin. Hann leit upp í loftið. Það var eins og hann sæi þar atburði hinna löngu liðinna ára. ,,Já, það varð of seint. Já, því nú get ég sagt að það sé orðið. Nú er ég loksins orðinn ríkur. Nú gæti ég farið heim og byggt hallir og kirkjur. En allir þeir, sem ég vildi sjá, eru dánir — fyrir löngu". Hann stundi og bakið varð ofur- lítið lotnara. Guð minn góður, hvað hann var þreytulegur. En svo rétti hann úr sér og fór að segja, hvað á dagana hafði drifið í Amsríku. Það var æfintýraleg frásaga,og margir kaflarnir enduðu með ó- sigri. Svo kom ávinningur á einu eða öðru sviði og síðan ósigur aft- ur. Hann hafði unnið í greniskóg- unum í Montana, grafið eftir gulli í Klondyke, veitt lax við Alaska- strendur og haft fornsölu í Seattle. Tvisvar hafði hann verið orðinn ríkur en misst allt aftur. í fyr'ra skiptið stafaði það af bankahruni, en í hið síðara vegna ábyrgðar, sem hann var í fyrir vin sinn. Að lokum settist hann að á Kali- forníuströndinni og vann fyrir sér með því að kenna spönsku. „Jæja. Höfðuð þér lært spönsku?“ ,,Ekki einn tíma .Það var ekki mikið, sem ég kunni í henni, en nemendurnir kunnu enn minna. En það endaði þannig að ég varð neyddur til að hætta, því nem- endurnir komu hver á fætur öðr- um og fullyrtu að enginn Spán- verji skildi spönskuna, sem ég hafði kcnnt þeim og ég væri hrcinn og beinn svikari“. „En þér hafið þó ekki orðið rík- ur af þessu?“ „Nei, nú skuluð þér fá að heyra hvernig það vildi til. Þegar ég kom hingað í borgina setti ég á stofn hjúskaparskrifstofu — — maður verður þó alltaf að lifa á einhverju, ekki rétt? Fyrirtækið gekk prýðilega og brátt hafði ég lagt svo mikið til hliðar að ég gat byggt mér lítið hús. En hverj- um hefði getað dottið í hug að ég yrði ríkur af því að kaupa þúsund fermetra af landi utan við bæinn. En nú skuluð þér reyna að finna ráðninguna á því. Jæja. Ég fór einn dag út á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.