Dvöl - 01.10.1938, Side 46
284
D V ö L
og jafnframt kaup á blautum fiski.
Jókst varzlun hans bráðlega. —
Stuttu síðar hóf og Árni Árnason
verzlun þar. Mun sú verzlun raun-
ar ávallt hafa verið útibú fráverzl-
un Ásgeirs Ásgeirssonar á ísaíirði,
þótt eigi gengi hún undir nafni
þeirrar verzlunar fyrr en síðar.
Boiungavík var eigi orðinn lög-
giltur verzlunarstaður, og urðu
því þessir menn að sækja um svo-
kallað sveitaverzlunarlleyfi til
sýslunefndar. — Um aldamótin
setíi Johan Sörensen, er síðar
nefndi sig Reyndal, á stofn bök-
unarhús í Víkinni og hefur verið
þar brauðgerðarhús síðan, stund-1
um jafnvel tvö. Brauðgerðarhús1
það, er Reyndal reisti, var eitt
hið veglegasta hús Bolungavíkur,
en er nú fyrir nokkru brunnið.Tóku
nú margir að verzlja í Bolungavík
árin fyrir og um aldamótin. Flutti
á þeim árum margt manna þang-
að, bæði úr Djúpinu og víðsvegar
af Norðurlandi. Efldist þorpið
þó mest að íbúatölu fyrstu ár
vélbátanna, frá 1903—1908. Pau'
árin voru einkum reist mörg
timburíveruhús á holtunum ofan
við þorpið. Barnaskólahúsið og
Templarahúsið voru bæði byggð
þessi árin.
Blautfisksalan sætti ávallt — eins
og raunar ennþá — andróðri
margra hinna fremri manna hér-
aðsins. Með því var andvirði afl-
ans etið samstundis, og oft fyrir-,
fram, þar sem þeir, er verkuðufisk
sinn áttu þó oftast einhvern afgang
í aðalkauptíðinni. Var það meðal
annars citt af viðfangsefnum Kaup-
félags ísfirðinga á sínum tíma, að
reisa rönd við blautfisksölu sjó-
manna. Margir hinna ráðsettari
útgerðarmanna seldu aldrei fisk;
sinn blautan.
Aðkomumenn voru fleiri við
róðra í Bolungavík síðasta áratug
aldarinnar en fyrstu árin eftir
aldamótin. Um og eftir 1890
gengu þaðan jafnaa um 40 bát-
ar á vetrarvertíðinni, nær allt sex-
æringar, en um 60 bátar að vor-
inu. Þá var mikill hluti bátanna
fjögra og fimm manna för. Fjöldi
útróðramanna sótti þá til Bolunga-
víkur — og einnig í aðrar veiði-
stöðvar við Djúpið — úr fjarlæg-
um héruðum, svo sem Skagafirði,
Húnavatnssýslu, Strandasýslu,
Dalas)'slu, austurhluta Barða-
strandars}'slu og víðar að.
Oft var aflasæld mikil í BdI-
ungavík síðasta áratug aldarinn-
ar, einknm var árið 1895 uppgripa-
vetrarafli um allt Djúpið. Árin
fyrir aldamótin var þó mjög lé|-
leg vetrarvertíð í Bolungavík. —
Að vísu mun oft áður hafa verið
þar engu síðri afli en þessi ár, en
um þcssar mundir voru róðrar-
skipin og allur útvegur orðinn
langtum fullkomnari, og með því
fullkomnasta, sem gerðist hér á
landi á þeim árum. Hæstu afla-
hlutir hjá þeim, sem reru haust,
vetur og vor, voru þá 1000—1200
krónur. Þótti það mikil upphæð
á þeim tímum, og munu fáar ver-