Dvöl - 01.10.1938, Page 47

Dvöl - 01.10.1938, Page 47
D V Ö L 285 stöðvar landsins hafa jafnast þar við. Djúpmenn reru aldrei í Bol-i ungavík á haustin fram að nýjári, en ísfirðingar (kaupstaðarbúar) héldu þar einatt úti haust, vetur og vor. Skemmtanir 10. fl. Á vetrarvertíðinni voru frí-i stundir ærið miklar hjá ver-; mönnurn, því landlegudag- ar urðu oft margir. Ýrnsir lrinna fremri formanna höfðu þó ávallt meira og minna fyrir stafni og héldu hásetum sínum að verkum við aðgerð veiðarfæra, tilbún- ing hnognkelsaneta, skinnklæða- saum og þess háttar. Samt var ávallt, líka hjá hinum iðjusam- ari, talsverður tími til skemmt- ana. Af skemmtunum þeim, sem iðk- aðar voru í landlegum, ber fyrst að nefna glínruna. Sá var fyrrum siður í Biolungavík, að fyrsta landlegudag eftir nýjár var öllum þeim, er í fyrsta skipti reru þar, stefnt til glímumóts í mýrar- slakka ofan við malarkambinn, sem meginhluti þorpsins stendur á. Var þar þá háð hin svonefnda „sýsluglíma“. Hver nýgræðing- íur í verstöðinni þurfti að vinna að minnsta kosti eina glímu til þess að losna við sýs'umannstitilinn. En sýslumenn voru þeir nefndir í háðungarskyni, sem enga glímu unnu. Þótti það jafnan meðal unglinga á þeim árum hncisa mikil að vera slíkur sýslumaður í Bolungavík. Gerðu unglingar sér jafnan far um að æfa sig nokkuð í glímu, áður en þeir fóru í ver- ið í fyrsta skipti. Ekki losnuðu þeir við sýslumannsheitið, þótt jæir ynnu glímu á glímumótum síð- ar á sama vetri, er jafnan voru. En í byrjun næstu vetrarvertíðar áttu þeir kost á að losna við þetta tignarheiti, og voru þá oft fremst- ir í flokki á sýsluglímunni. Jafnan voru unglingar og aðrir þeir, ep á fyrstu vetrarvertíð reru í Bol-i ungavík, spurðir er þeir komu heim úr verinu: „Gaztu glímt af þér sýsluna". j Aflraunir voru allmikið iðkað- ar, bæði að lyfta steinum, draga upp reizlu og „fara, í krók“, sem svo var nefnt. Var hin síð- astnefnda mest tíðkuð. Æfðust menn mjög í fingrunum við þá aflraun, svo að sumir urðu nær jafnsterkir í löngutönginni sem í allri hendinni. Dæmi voru til að vel elfdir menn höfðu ekkistyrk- leik í allri hendinni móti föngu- töng hinna sterkustu. Manntafll var og nokkuð iðkað, og gerð- ust ýmsir æði slyngir taflmenn. En mestan tímann tóku þó spilin, eins iog enin í dag. Urðu oft meiri brögð að spilamennskunni en góðu hófi gengdi. Dögum saman og jafnvel nætur með var sumstaðai' setið með spilin í landlegunum. Fyr á árum var kötfur aðalspilið, og ávallt spilað fyrir peninga. Varð einatt skakki mikill. Dæmi voru þess að spilatapið hjá einum manni nam stórgripsvirði (hcsti eða kú)

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.