Dvöl - 01.10.1938, Síða 52

Dvöl - 01.10.1938, Síða 52
290 D V Ö L bakka, sem þaktir voru víði og sefgróðri. Og svo kom hann auga á svani á ánni skammt frá lítilli eyju. Hann steypti sér niður og settist á vatnið þjá þeim. Þegar svanirnir sáu hann, reistu þeir hálsana af undrun og gláptu á hann dálitla stund. Svo fór fiðr- ið að ýfast á hálsum karlfuglanna, þeir lögðu nefin niður að bringu, lyftu vængjunum og réðust að honum af svo mikilli ákefð, að heljarstórar fleygmyndaðar öldur risu í slóð þeirra. Hann var svo þreyttur, að hann treystist ekki að leggja til orrustu við þá, og tók því til vængjanna. Hann flaug dálítinn spöl upp eflir ánni ogl settist á vatnið meðal uokkurra hólma. Hér var gott að vera. Hann veiddi fiska á grynningun- 'itm við land og fann síðan ágætan hvíldarstað; í sefinu á t inutn hólm- anum. Næsta morgun var hann hress og afþreyttur. Er hann hafði satt hungur sitt, synti hann niður ána til þess að svipast um eftir hinum svönunum, og hálft um hálftvon- aði hann að geta kornizt í kunn- ingsskap og félag við þá. En þeg- ar hann nálgaðist, flæmdu þeir hann í burt að nýju, því að þeir héldu, að hann væri að leita eftir ástum maka þeirra. Þetta voru þrenn hjón og þau héldu sig í þéttum hnapp, svo að það var ó- gerningur fyrir hann að etjakappi við slíkan liðsmun. Hann dró sig því enn í hlé. En að þessu sinni hóf hann sig þó ekki til flugs, heldur flögraði undan þeim og lamdi vængjunum í yfirborð vatnsins með skellum og gusu- gangi. Þetta hafði æsandi áhrif á ofsækjendur hans. Þeir héldu nú eltingarleiknum áfram í Loftinu, en makar þeirra biðu á ánni og virt- ust láta sér á sama standa. Þær syntu fram og aftur og stungu löngu hálsunum sínum djúpt nið- ur í vatnið. Hann beitti allri sinni kænsku og teygði þá með sér upp eflir ánni og alla leið að hólmunum. Þegar þeir hægðu flugið, eins og þeir ætluðu að gefast upp við að elta hann, sneri hann við og tók að áreita þá með feikna gaura- gangi og vængjablaki. Svo lagði hann á flótta að nýju, þegar þeir snerust gegn honum. Að síðustu tókst honum á þennan hátt að skilja þá að, þannig, að einn þeirra hélt eltingaleiknum áfram, en hin- ir sneru við til kVenfuglanna á ánni. Þá var ekki lengur um nein látalæti af hans hálfu að ræða. heldiur sótti hartn í ákafa að óvini sínum. Þeim lenti fyrir alvöru saman í mjóu sundíi milli tveggja hólma. Hvorugur dró af sér í einvíginu. Ársvanurinn var stærri vexti, en fjallasvanurinn úr snjónum og frostinu norðurfrá var miklu) grimmari og liðug'ri í snúningum. Hann var vanur löngu og erfiðu flugi, og vængir hans því öfl- ugri en hins. Augu hans voruviss-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.