Dvöl - 01.10.1938, Page 53

Dvöl - 01.10.1938, Page 53
Ð V Ö L 291 ari iog snarari í hreyfingum, svo að í fyrstu atrennn, þegar þeir renndu hvor að öðrum og lömdu vatnið hamslaust með vængbrodd- unum, þá reyndist hann óvini sín- um fullktominn ofjarl. Hann hjó hann með nefinu, reis svo upp á endann á vatninu og skirpti á hann í reiði sinni. Þvínæst sveigðí hann langa hálsinn eldsnöggt nið- ur á við og keyrði andstæðing sinn undir sig. Ársvanurinn var enn ekki að fullu sigraður. Hann lagði á flótta og hringsólaði nokkra stund. með gargi og látum, en þegar leikurinn barst út fyrjr hólmana, þar sem engin hindrun og engin þrengsli voru til fyrirstöðu, lagði hann til orrustunnar á nýjan leik. Nu renndu þeir saman, uppréttir, með brjóst við brjóst og hina heljar- stóru vængi útþandU, svio að þeir líktust skjöldium, og þannig reyndu þeir að ná kyrkingartaki hvor á öðrum með því að vefja hálsun- um saman eins fast og þeir gátu. Mórautt árvatnið þeyttist í allar áttjr undjan busli þeirra og sparki, svto að allir smærri sundfuglar flýðu í djauðans ofboði upp að bökkunum, eins og litlir dökkii* steinar, sem látnir eru fleyta kerl- ingum á lygnum vatnsfleti. Þeir losnuðu aftur úr tengslum, en hvorugur gat enn hrósað sigri. Ársvanurinn lagði aftur á flótta, til þess að kasta mæðinni, og fjallasvanurinn fylgdi fast á eftir. Þeir þutu um loftið í hringum og sveigum og snertu vatnið öðru hvoru með vængjunum. Enn einu sinni lögðu þeir tilatlöguogtvinn- uðu saman hálsana. Enn einu sinni losnuðu þeir hvor frá öðrum og hófu sig til flugs. Nú ætlaði ár- svanurinn að komast undfan á flótta, en óvinur hans steypti séi* yfir hann eins og elding og varn- aði honum undankomu. Hann flaug fram fyrir hann og strídjdi honum hræðilega, settist svo á bak honum á fluginu og hjó hann miskunnarlaust með nefinu, unz honum varð nauðugur einn kostur að snúast á móti og berjast í ná- vígi. Að lokum veitti ársvanurinn enga mótspyrnu framar. Hannhóf sig til flugs og flaug upp eftir ánnji í öfuga átt við þá, sem maki hans var í. Hann settist á vatnið langt uppi á ánni, synti þar til og frá og hristi sig, fullkomlega yfirunninn. Fjallasvanurinn sat eftir, hreyk- inn af sigri sínum, þandi út brjóst- ið og reri sig áfram eftir vatn- inu með hálfopnum vængjum. Von bráðar köm maki hins sigraða svans syndiandi hægt og rólega upp eftir ánni til þess að svipast um eftir karli sínum. Fjallasvanur- inn varð hennar var. Hann faldi sig bak við hólma, þangað til hún var skammt undan. Þá tók hann allt í leinu til vængjanna og stefndi til hennar. Þegar hún sá hanrj; koma, reyndi hún að forða sér, en hann flaug í veg fyrir hana og rak hana inn í mjótt sund',

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.