Dvöl - 01.10.1938, Side 65

Dvöl - 01.10.1938, Side 65
303 kössum til þess að leita að bókuin. Petta kvöld heimsótti ráðherr- ann herra Z—, er alla sína æfi sem andleguir leiðtogi fékkst mjkið við allskonar mannúðarmál. Til þess að þóknast herra Z— sagði ráðherrann frá því, sem greifafrúin hefði orðið sjónarvott- ur að á munaðarleysingjaheimil-' inu, og hvað fulltrúi hins trúar- lega systrafélags hefði sagt. Og liann bætti við frá sjálfum sér, að — já — að —' í'raun og veru ætti að útvega bækur handa mun- aðarleysingjunum. „Ekkert er auðveldara!“ sagði herra Z-. „Á morgun fer ég upp á skrifstofu „Courier" og þá skal ég sjá utn að auglýsing um bóka- skort heimilisins verði birt." Næsta dag kom herra Z— gust- mikill inn á ritstjórnarskrifstofú blaðsins „Courier", og ákallaði þá við allt sem heilagt er að birta nú ávarp með beiðni um bækur handa munaðarleysingjahrimilinu. Hann kom á heppilegu augna- bliki því að blaðið vantaði einmitt nothæfan smápistil. Fréttaritarinn settist undir eins niður og samdi greinarkörn undir fyrirsögninni; „Nokkur börn — undir vernd hins! opinbera — skortir bækurtillestr- ar. Litlu angarnir eru fróðleiks- fúsir — munið eftir sveltandi sál- um þeirra!“ Hann flau'aði ánægjulega og fór svo heim að borða. Nokkrum dögum seinna, á sunnudegi, þegar ég var á göngul með vini mínum — prófessor ! eðlisfræði — mætti ég fyrir fram- an lokaðar skrifstofudyrnar tötra- lega klæddum manni, með hendui' svartar eins og á sótara, og við hlið hans var föl, grannleit, lítil stúlka, með pakka af gömlum bók- um undir hendinni. „Hvað vantar yður?" Maðurinn tók ofan og svaraði feimnislega: „Við komum með nokkrar bækur handa „þyrstu't börnunum, sem þér skrifuðuö um“. Litla magra stúlkan roðnaði og hneigði sig djúpt. Ég tók við bókunum af henni og fekk sendisveininum þær. „Hvað heitið þér?“ spurði ég. „En herra, af hverju spyrjiðþér að því?“ svaraði hann undrandi. „Við verðum auðvitað að prenta nafn gefendanna“. „Ó nei, það þarf ekki. Ég er bara fátækur verkamaður í hatta- verksmiðjunni. t>að þarf ekki, finnst yður þaðí?“ Og hann fór með litlu fölleitu dóttur sína. 1 Lað getur verið að það hafi verið af því að prófessor í eðlis- fræði stóð við hliðina á mér, að mér datt í hug ný tegund af síma. Sendistöðin var munaðarleysingja- hcirri'ið, móttökústöðin verkamað- (urinn í hattaverksmiðjunni. Þegar önnur gaf merkið: „Takið eftir“. svaraði hin strax. Við hin vorum símastaurarnir. Gísli ólafsson þýddi.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.