Dvöl - 01.10.1938, Qupperneq 68
306
D V ö L
hann hafði lifað með í meira en
ár, og verið hafði hans eini félagi*
Jafnvel í fangelsinu hafði fuglinn
húkt á öxl gamla fangans.
Pað hafði kostað hann mikla
erfiðleika að fá leyfi til þess að
hafa liann með sér til New Cale-
donia.
Og þegar það var fengið, hafði
hann orðið að búa til búr handa
honum til þess að vera í meðan
þeir fóru yfir hafið. Búrið hafði1
hann smíðað úr tré og gömlum!
vírspottum, og skreytt það með
litlum grænum myndum, 1il þess'
að það liti betur út.
Ég man enn nákvæmlega hvað
Yves sagði um þetta: „Vesalings
fuglinn! Þótt hann fengi ekki
annað að borða, en mylsmui
af gráleita brauðinu, sem föngun-
um var skammtað, þá virlist hon-i
um líða vel. Að minnsta kbsti
hoppaði hann um búrið eins og
aðrir fuglar/'
Skömmu seinna komu þeir að
milliferðaskipinu og fangarnir
voru búnir undir hina löngu sjó-
ferð. Yves hafði nú gleymt gamla
manninum, en af tilviljun stað-
næmdist hann hjá honum aftur.
„Hérna, takið þér það," sagði
gamli sakamaðurinn með einkenni-
Iega breyttri röddu, og rétti búrið
að Yves. „Ég ætla að gefa þér
það. Ef til vill geturðu notað það,
ef til vill getur það veitt þér á-
nægju“.
„Nei, nei,“ svaraði Yves. „Ég
get ekki annazt hann. Þú skalt
hafa hann með þér. Hann getur
verið þér góður félagi, þarna fyr-
ir handan“.
„Ó, en hann er ekki lengur
inni!“ hálfkalljaði gamli maðurinn.
Þú veizt það ekki? Hefurðu ekki
heyrt það? Hann er þar ekki
lengur?“ Tvö tár, — tár vorleysis
og ósegjanlegs saknaðar glitruðu
á kinnum hans.
Skipið hafði hallazt, og við það
opnuðust dyrnar á búrinu. Fugl-
inn, sem var hræddur við allt
þetta umstang, hafði hoppað út,
en af því hann vantaði ann,an
vænginn, gat hann ekki flogið
pg féll í sjóinn. Það var hryggðar-
sjón að sjá litla aumingjann berj-
ast um og heyja sitt dauðastríð,
um leið og hann barst burt með
straumnum. Og gamli maðurinn
horfði á þetta, án þess að vera
fær um að bjarga honum, eða
veita honum nokkra hjálp.
Fyrst varð honum það á, að
kalla á hjáljp, og sneri sér að Yv-
es og grátbændi hann-----------.
En svo duttu fanganum í hug
sínar ömurlegu ástæður og hann
þagnaði. Gamall sakamiaður! Hver
mundi vilja hlusta á bænir slíks
úrhraks? Gat honum dottið' í hug,
að skipið yrði stöðvað tij þess
að bjarga fuglinum hans —, af-
brotamannsins?
Það var vonlaust að hugsa um
það.
Svo stóð hann þarna í sömu
sporum án þess að mæla orð, og
horfði á litla gráa líkamann, sem