Dvöl - 01.10.1938, Side 72

Dvöl - 01.10.1938, Side 72
310 D V Ö L uöum skriffinnum að taka sér fvrir hend- nr að legg-ja dóm á verk þessa höf., aö minnsta kosti ef nokkuð ætti að vera upp úr þeim dómi leggjandi. Þetta tvennt býst ég við að vaki fyrir þeim, sem skrifa um bækur í blöð og tímarit hér á landi. Hvort sem hér er rétt til getið eða ekki, er víst og áreiðanlegt, að jafnframt því, sem hver ómerkilegur reyfari, erlendur eða innlendur. og hvert einskis nýtt kvæöakver er útbásúnað og ausið lofi, er lítið sem ekkert minnzt útkomu þeirra cinu bóka, sem vitað er, að beðið er eftir úti í heiminum af þýðendum og forleggj- urum, sem dreifa þeim í miljónum ein- taka út meðal lesendahóps, sem alltaf fer stækkandi og æ betur sannfærist um snilld þessa höf. frá „eskimóalandinu". En „þess skal getið, sem gert er“ og þess minnzt, að drjúgur hluti þeirra samlanda höf., er segja álit sitt um aðrar bækur, nota tækifærið til þess að kasta beint eða óbeint hnútum að bókum hans. Slík vinnubrögð lofa auðvitað fyrst og síðast sinn eigin meistara. — Það skaðar ekki, þótt Htillega sé bmgðið út af venjunni og síðustu bókar Kiljans getið með nokkr- um línum. „Gerska æfintýrið" eru hugleiðingar og minningar um ferðalag í Ráðstjóm- arríkjunum á s.l. vetri, og er sl'emmst frá að segja, að vandfundin mun skemmti- legri ferðasaga eða meiri íburður ritlistar í bók af því taeri. Höf. segist hafa skrifað þessi „minnisblöð" niður jafnhliða því, sem hann samdi „Höll sumarlandsins", og virðist list hans með því prýðilega hafa afsannað hina fomu kenningu, að enginn kunni tveimur hemim að þjóna, svo að í lagi sé. Bókin fjallar ekki nema að litlu Jeyti beinlínis um hina pólitísku eða stjórnarfarslegu hlið lýðveldanna; hún rekur menningarsögu þjóðanna, einkum hinna fmmstæðu hirðingjaþjóða austan til, aftan úr grárri fornesk.ju; hún leiðir* fram í dagsljósið stórskáld, sem ortu hin fegurstu Ijóð um sama leyti og Snorri skrifaði Heimskringlu; hún greinir frá aðdraganda og g.angi málaferlanna í fyrravetur gegn Búkharín og félögum hans, og þó að ekki væri nema fyrir þá sök eina, er fróðlegt að kynnast þessari bók, því að fáu munu íslenzkir blaða- lesendur eiga jafnerfitt að átta sig á og fregnunum af þeim stóru viðbiurðum. M. a. tekur höf. upp kafla úr lokaræðu höf- uðpaurans meðal hinna ákærðu, Búkhar- íns, fyrir herréttinum í Moskva. „Gerska æfintýrið" er mögnuð bók. Hún er spennandi eins og æfintýralegasta skáldsaga og þó er hún aðeins „minnis- blöð“ frá ferðalagi, krotuð af rólegutu listauðugum sannfæringarþunga, sem hef- ir í sér fólginn töfrandi mátt til þess að seytla inn í sál lesandans. Og þeim and- stæðingum kommúnismans, sem opna bókina með hálfum huga af ótta við það, að hún breyti skoðunum þeirra á Sovét- Rússlandi, skal ráðlagt að hafa eitthvert móteitur við hendina, ef ekki á illa nð fara, en það er nú svo tiltölulega auð- velt að afla sér slíks, að það ætti ekki að koma að sök. Hinnm, sem grípa hverja vel skrifaða bók fegins hendi, skal bent á, að vafasamt er, hvort ritsnilld höf. hefir nokkru sinni komizt á hærra stig en í þessari bók. Þ. G. Sigurður Einarsson. Líftandi stund. Bókaútgáfa Heims- kringlu. Reykiavík 1938. Sigurður Einareson er fvrir löngu orð- inn svo þekktur meðal þjóðarinnar, sem rithöfundur og fvrirlesari. að ekki eru líkur til þess. að þetta ritgerðasafn auki mjög á frrogðir lians eða breyti til muna skoðunum manna á honum, en þær virð- ast oft vera æði-skiptar. þótt raunar flestir viðurkenni gáfur hans, orðgnótt og stílfimi. Greinar þessar eru 22 talsins og hafa margar hverjan. birzt í blöðum og tímaritum, enn aðrar verið fluttar í út- varp, og nokkrar munu ekki hafa komið fyrir fliugu eða evru almennings fvrr en í þessari bók, En það er nú cinu sinni

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.