Dvöl - 01.10.1938, Síða 77

Dvöl - 01.10.1938, Síða 77
D V Ö L 315 íslands úti um hinn menntaða heim. En verði annað eins snilldarhragð á mörgu, sem nútíðarkynslóðin gerir eins og á þessari Islandslýsingu Pálma Hannesson- ar munu íbúar þessa einkennilega, en afskekkta lands, vekja á ný athygli um- heimsins á, að hér á sögueyjunni búi enn þá þjóð, sem er í fremstu röð um mennt- un og orðsins list. V. G. Jakobína Johnson: Kertaljós. Urvalsljóð. Isafoldarprent- smiðja h.f. Urvalsljóð eftir Jakobínu Johnson er cin af nýútkomnu bókunum. Þetta eru 40 kvæði, öll fremur stutt, ekki stórbrotin, en lagleg og þýð. Það andar göfgi og Ijúfum blæ frá ljóðum þet-sarar tryggu og góðu dóttur Islands, sem elur aldur sinn í stórborg vestur á Kyrrahafsströnd og slær þar hörpuna sína í hrlíningu yfir ,,gamla landinu" í Norðurhöfum, því að: „hún er eflaust arfur einhvers liðins tíma, — langt úr fortíð flutt“. Og harpan verður: „næm ef norrænt andar — njóta dýpstu sælu hugans helgust vé“. Ljóðmæli Jakobínu eru prentuð í ísa- foldarprentsmiðju. Þau eru í laglegu skinnbandi., gyllt í sniðum og mjög snot- ur nð útliti hið ytra og innra. Yerða vafalaust vinsæl eins og höfundurinn hjá þeim, er kynnast. Og munu þá margir vilja taka undir með unga skáldinu (J. Þ.), sem kveður, í nýútkominni ljóðabók, til frú Jakobínu. um ljóðin hennar: „Þau eru sýnir sólarátta, svanakvak og Ijúflingsmál, blíður draumur bjartra nátta, berglind tær frá landsins sál. I þeim finn ég alda og þjóða andnrdrátt og hjartaslög, frækið kaf til faldra sjóða, flogið yfir hæstu drög.“ V. G. Unqmennafélög Islands 1907 —1937. Minningarit. Prent- smiðjan Edda h.f. 1938. Seint á þessu ári kom út 30 ára minn- ingarit ungmennafélaganna. Ritstjóri þess er Geir Jónasson magister. Hinn góð- kunni og þrautseigi fyrrverandi sam- bandsstjóri ungmennafélaganna, Aðal- steinn Sigmundsson kennari, ritar formál- ann og mun eiga stærsta þáttinn í því, að ritið kom út, þótt hans sé óþarf- lega lítið getið. Minningaritið er stór bók, um hálft fimmta hundrað blaðsíður í stóru broti. I hana ritar fjöldi manna. — Fyrsti kaflinn, sem heitir Minningar, er ritaður af þrjátíu og fimm mönnum víðs- vegar á landinu. Þetta eru allt „gamliri' ungmennafélagar og fylgja myndir af þeim öllum. Plestir eru þeir úr forvígis- mannahóp ungmennafélaganna og margir þeirra nú þjóðkunnir menn. Einnig er f jöldi annara manna, sem skrifa frá ung- mennafélögum sínum og eru það þá eink- um forvígismenn þeirra félaga. Margar góðar myndir prýða ritið, en hefðu þó þurft að vera fleiri. í bókinni er starfs- saga ungmeimafélaganna, söguágrip flestra einstakra félaga, sem hafa verið í U. M. F. Islands, um ungmennafélögin 'og þióðfélagsþróunina o. s. frv. Það er ekki rúm til þess að ritdæma þessa bók.Það em vafalaust skiptar skoð- anir um val á frásögnum og um val á sumlum þeim, er rita í hana eða þó má- ske öllu fremur, að menn sakna margra ágætra ungmennafélaga, sem lítið eða ekkert heyrist þama frá. Og margir munu sakna þess, að ekkert er getið þarna ýmsra merkra ungmennafélaga á landinu, sem hafa mikið starfað á svipuðum gmndvelli og látið margt gott af sér leiða eins og t. d. þingeysku félögin o. fl., en þau hafa ekki verið í U. M. F. f. og þess verða þau að gjalda.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.