Dvöl - 01.10.1938, Side 81

Dvöl - 01.10.1938, Side 81
D V Ö L 319 Það hefir nú gengið eitthvað hœgt að vekja hana til lífsins, en nú hafa „Vöku- menn“ byrjað að gefa út tímarit, sem köllað er „Vaka“. En svo hét áður tíma- rit þeirra Ásgeirs Ásgeirssonar, Kristjáns Albertson o. fl. Fyrsta hefti af þessu riti er nýkomið út. Er það 80 bls. fyrir utan auglýsingar, í nokkru minna broti en Dvöl. Prentun, pappír og frágangur yfir- leitt er í góðu lagi. Ritstjórinn er Valdi- mar Jóhannsson kennari við Samvinnu- skólann, Eyfirðingur að ætt og uppruna. Hann er einn úr hópi þeirra ungu efn- ismanna, sem Dvöl á margt gott að þakka og er hann lesendum hennar nokk- uð kunnur. í þetta fyrsta hefti skrifa ýmsir góðir menn. En varla er sjáanlegt, að hér sé um nýjar stefnur að ræða. — Flestar greinanna eru laglegar, almenn- ar blaðagreinar. Rit þetta á aðallega að fjalla um menningar- og þjóðfélagsmál. Vonandi vimiur ,„Vaka“ að því að fjölga þeim mönnum, sem má með réttu skrifa með litlum staf vöhumrnn íslenzku þjóðarinnar. Aðrar bækur. Fjölda margar fleiri bækur en hér hefir verið getið hafa komið út að und- anförnu. Sumar þeirra hafa ekki borizt Dvöl ennþá. Einstaka verður máske get- ið í næsta hefti. Meðal þeirra, sem eink- um hafa vakið athygli er mjög löng skáldsaga eftir Guðmund Hagaiín: Sturla í Vogum. Skáldsaga eftir Halldór Kiljan Laxness: Höll sumarlandsins. Skáldsaga eftir Gunnar Gunnarsson: Svartfugl. Skáldsaga eftir Alexander Dumas: KameUufrúin. Tvœr sögur eftir John Galsworthy. Veraldarsaga eftir H. G. Wells. Einnig er nýkomið 2. bindi af Héraðssögu BorgarfjarSar. Skáldsaga hefir komið út eftir hinn unga og ötula kvenrithöfund Þórunni Magnúsdóttur: Líf an'aiara, sem margir telja hennar beztu bók. Alllöng skáldsaga hefir komið út eftir aðra unga stúlku, Rósu B. Blön- dals: Lífið er leikur. Þá hafa komið út tvær laglegar ljóðabækur eftir ung skáld, Jón Þórðarson: Dndir heiðum himni og Sig. B. Gröndal: Shriftir heiðingjans. Mannvonzka er einskonar goðsögn, sem góðir menn hafa fundið upp til þess að geta skýrt annars óskiljanlegt aðdráttarafl annarra manna. Oscar Wilde. Fegurðin er fyrsta gjöfin, sem lífið gefur konunni, og það fyrsta, sem það tekur frá henni. Méré. Sannur vinur er sá, sem veit allt um mína hagi, en heldur tryggð við mig engu að siður. Tvær siðustu visurnar í seinasta heítij hafa Dvöl verið sagðar ekki rétt feðr-, aðar. En þó að Skagfirðingarnir má- ske eigi ekki heiðurinn af ætterninu, þá eiga vísurnar skilið að lifa á vörum almennings. DVÖL þakkar fyrir góð skipti við flestalla kaupendur sína á liðna árinu. 1 næsta árgangi verður a. m. k. ekki minna lesmál en í þessum. Verðið sama, sex krónur. Lesendur góðir! Otvegið nýja áskrif- endur að næsta árgangi.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.