Dvöl - 01.01.1942, Side 51

Dvöl - 01.01.1942, Side 51
DVÖL 45 Vcgurmn til lijarlaus JGftir Unto Scppanen Leifur IIarald99on þýddi A HÁIJM ÁSI stóð hvítt sumar- hús. Hið neðra teygðu úr sér lyngheiðar og furuskógabelti svo langt sem augað eygði. Hafið sást af dyraþrepum sumarhússins, en rétt aðeins sem blá brydding neð- an á loftinu lengst í fjarska. Innan um furuskóginn óx hér og þar greni, sem gnæföi yfir eins og turn- ar í borg. Neðan við ásinn var skógartjörn eins og svart, starandi auga, sem án afláts mændi á hvíta sumar- húsið, brennandi af þrá eftir end- urspeglun þess. Vegur .... undarlega hlykkj- óttur vegur, sem lá um mýrarfláka, mishæðir, landamerki og dældir, tengdi sumarhúsið við þjóðveginn, þar sem umferðarskarkalanum aldrei linnti, og þaðan var ekki ýkjalangt til hafsins. í húsi þessu dvaldi á sumrin fögur kona .... kona, sem jafnvel var hvítari en veggir hússins. Það var Jelína, átrúnaðargoð tveggja manna. Og þessir tveir menn voru bræður. Báðir höfðu orðið ástfangnir af henni við fyrstu sýn; en eldri bróð- irinn hafði séð Jelínu alllöngu fyrr en yngri bróðirinn, Pavel, og gengið að eiga hana. Eldri bróðirinn tók einu sinni Pavel með sér út úr sumardrung- anum í borginni, þar sem hann vann, og sagði við hann á leiðinni: „Þú hefir ekki einu sinni séð konuna mína, hana Jelínu! Vertu nú hjá henni í nokkra daga, leiktu fyrir hana á hljóðfærið, syngdu fyrir hana, reikaðu með henni um skóginn.... og róðu.... láttu ár- arnar spæna upp vatnið á tjörn- inni.... ég kem bráðlega aftur. Jahá, þú hefir ekki einu sinni séð hana Jelínu.“ Bræðurnir, sem hittust nú aftur eftir margra ára fjarvistir, óku um ilmandi lyngheiðarnar og tilbreyt- ingarlaus furuskógarbeltin til hvíta hússins, til Jelínu. „Sumarhúsið þitt er æði af- skekkt, bróðir góður.“ ,.Ég á líka fallega konu, dreng- ur minn.“ Þeir nálguðust nú óðum sumar- húsið. Við fyrsta augnatillit Jelínu varð Pavel blindaður af ást til hennar. Þau þrjú hlógu, sungu, léku á hljóðfæri, skutu bátnum út á svörtu tjörnina og gengu hlið við hlið um lyngheiðina, ilmþrungna og titr- andi af tíbrá. En Pavel gat ekki

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.