Dvöl - 01.01.1942, Side 18
12
D VÖL
Vatnsbakkíiin, soin spra kk
— Ferðaþúttur fra Sviss —
Eftir Þorstcin Jósepsson
\7TÐ ERUM ÞRÍR ÍSLENDING-
AR á leið til Mið-Alpanna
svissnesku. Við erum nýfarnir frá
Ziirich, stærstu borg Svisslands, og
leið okkar liggur fyrst um ásótta
hásléttu, þar sem skiptast á skóg-
ar og akrar, hæðir og daladrög.
Á þessari leið okkar — á mót-
um hásléttunnar og hálendisins —
liggur ofurlítil borg, sem Zug heit-
ir — umlukt kirsuberjatrjám á
þrjá vegu en stóru stöðuvatni á
einn veginn — og frá þessum
svissneska bæ verður sagt í þess-
um þætti.
Kirsuberj atré eru dásamleg tré,
einn yndislegasti trjágróður, sem
ég þekki. Og landið, sem við ökum
um, er þakið kirsuberjatrjám svo
langt sem augað eygir.
Nokkrar vikur á hverju vori
klæðast hlíðarbrekkurnar ævin-
týrabúningi, fjólubláum, lokkandi
að lit. Safi lífs og gróðurmagns
streymir úr jörðunni upp í rætur
og stofna trjánna. Hann teygir sig
æ hærra og lengra upp eftir trénu,
unz hann nær yztu greinum lauf-
krónanna. Og einn góðan veður-
dag tekur krónan að blómgast,
blómknapparnir springa út, og við
okkur blasir fjólublár ævintýra-
heimur svo langt sem augað eygir.
En gæti maður vel að, stirnir á
víð og dreif í gegnum trjálimið á
blikandi vatnsflöt, og bak við
fjólubláan skóginn gnæfa brotin
fjöll með hvíta tinda.
Það eru Alpafjöllin.
Kirsuberjatré eru mjög vlða í
Sviss, en hvergi í eins ríkum mæli
og í nágrenni Zugarvatns og Zug-
arbæjar. Þau setja svip á það land
og einkenna það öllum landshlut-
um fremur. Það voru Rómverjar á
dögum Lucullusar, sem fyrstir
fluttu kirsuberjatré austan úr
Asíu og gróðursettu þau í sólrík-
um fjallahlíðum Svisslands. Þar
hafa þau dafnað æ síðan, án mik-
ils umstangs eða fyrirhafnar. Bezt
dafna þau í sandbornum, lítið eitt
votlendum, jarðvegi. Þau fá nokkra
áburðarnæringu, svo að þau beri
meiri og betri ávexti. Að öðru
leyti þurfa þau svo að segja engr-
ar umönnunar við.
Blómgunartíminn varir í tvær
til þrjár vikur. Næst þegar kular
í veðri, að þeim tíma liðnum, falla
blöðin. Þau fjúka af og þyrlast
upp í loftið eins og stórgerð skæða-
drífa á vetri. — En það er blá
skæðadrífa.
í júnímánuði hefst uppskeran.
Þá ganga bændur, vinnumenn,