Dvöl - 01.01.1942, Side 20
14
DVÖL
vinnukonur og heimasætur frá
einu trénu til annars. Sumir bera
stórar körfur á bakinu; þær eru
hálfar eða fullar af gómsætum,
nærri svörtum kirsiberjum. Aðrir
bera langa stiga, sem reistir eru
upp við trén til þess að auðveld-
ara sé að lesa berin. Kirsuberin
eru mjög góð til átu — svo fram-
arlega þó sem maður drekkur ekki
vatn næstu klukkustundirnar á
eftir, því að þá valda þau hræði-
legri borgarastyrjöld og vanlíðan
í maganum á manni.
Um uppskeruleytið er glatt á
hjalla hjá bændunum og starfs-
liði þeirra. Á kvöldin, þegar vinnu
er hætt og húma tekur, heim-
sækir uppskerufólkið hvert ann-
að og fer þá oft í flokkum. Er
þá rabbað og sungið, dansað og
drukkið, langt fram eftir nóttum.
Kirsuberjabrennivín er áfengt til
drykkjar, og þegar leikið er á fiðlu,
harmóníku eða önnur hljóðfæri á
mánabjörtum nóttum, losna inni-
byrgðar þrár úr læðingi og sé
einhver of gamall til að dansa, þá
segir hann að minnsta kosti ævin-
týri og sögur, sem hann hefir
munað frá því hann var barn. En
þegar ekki er lengur til setu boð-
ið, glottir bleikfölur máninn að
elskendunum, sem laumast drukk-
in af hamingju og brennivíni út 1
stjörnubjarta, hlýja og unaðs-
kyrra vornóttina.
Þegar við lögðum af stað í för-
ina til Bernaralpanna voru kirsu-
berjatrén í sínu fegursta skrúði
— og nú brunaði bifreiðin eftir
steinsteyptum, breiðum akvegi,
sem lá á milli blómgaðra kirsu-
berjatrjáa. Krónurnar kysstust
yfir þaki bifreiðarinnar og buðu
okkur velkomna í land hinna
fjólubláu skóga.
Framundan eygjum við Zug,
lítinn en óvenjulega litskrúðugan
bæ á bökkum samnefnds vatns.
Þorpið er nokkuð fornt,með þröng-
um götum, hornskökkum húsum,
turnum og trjónum — og húsin
öll máluð ótrúlega ljósum og
glannalega skærum litum. Víða
eru ártöl máluð eða greypt i vegg-
ina fyrir ofan dyrnar, og tákna
þau aldur húsanna. Mörg eru frá
15. og 16. öld, en fleiri eru þó
yngri. Á framhliðum húsanna eru
víða freskómyndir málaðar úr
sögu Svisslendinga og þá sér í lagi
þeirri, er á einhvern hátt snertir
Zug eða Zugarbúa. — En til að
sjá liktist bærinn einna helzt
stóru kúbistísku málverki, sem
klesst hefir verið niður á vatns-
bakkann.
Enda þótt saga Zugar sé í stór-
um dráttum máluð á húsgafla
bæjarins, er þó einn sá atburður,
sem hvergi finnst málaður. Hann
myndi vekja of sárar minningar í
hugum þorpsbúa, því að enn er
hann elztu íbúunum í fersku
minni.
Þessi atburður skeði 5. júlí árið
1887.
Þann dag risu íbúarnir í Zug að
vanda árla úr rekkju og gengu til