Dvöl - 01.01.1942, Blaðsíða 66

Dvöl - 01.01.1942, Blaðsíða 66
60 DVÖL leyst. Hann sá hana í anda, hvít- lita og tignarlega með stórum gluggum og traustlegu þaki. Hann sá sjálfan sig og marga menn aðra vinna þar með ýmiss konar áhöldum i björtu ljósi dagsins. En minntist hann á þetta við bróður sinn eða móður, hröðuðu þau sér hið fyrsta á braut. Þá fékk reiði hans eigi dulizt. Þannig skapaðist missætti á heimilinu. Tvö ár liðu, og sambúðin fór á- vallt versnandi. Þá kvongaðist Mikael og fluttist burtu. Hann hóf brátt að reisa nýju vélsmiðjuna skammt frá gömlu smiðjunni. Það varð fögur bygging reist úr rauðum tígulsteini, sem síðar varð hulin snæ múrskeljarinnar. Risavöxnum, svörtum vélum var komið fyrir inni í vélsmiðjunni. Ýmsir hlutar þeirra voru úr blik- andi stáli. Það var áhrifarik sjón, sem birtist þeim, er þangað komu. Nýja vélsmiðjan annaðist senn alla járnsmíði borgarbúa. — Brátt gat Mikael goldið lán það, sem hann hafði orðið að taka, til þess að geta hafið rekstur vélsmiðj- unnar. Þegar fram liðu tímar, gerðist hann efnaður maður. Gamla smiðjan féll nær því í gleymsku. Eftir að Stefán hafði kvænzt og eignazt börn, bjó hann við mjög kröpp kjör. Þá fylltist hugur hans gremju til bróður sins, sem hafði svipt hann brauði og varpað honum I glötun. Dómur hans yfir honum varð harður og miskunnarlaus, enda þótt Stefán væri maður skapmildur og óá- leitinn. En Mikael átti líka sínar sorgir, þrátt fyrir velmegun sína. Aldrei steig hin aldraða móðir hans inn fyrir dyr heimilis hans. Aldrei sátu börn hans á hnjám hennar. Aldrei struku hrjúfar hendur hennar vanga þeirra. Þegar honum varð hugsað til þessa, fannst honum, að líf sitt hefði misst allt gildi. Þann- ig höfðu þeir bræðurnir valdið hvor öðrum sárum þjáningum. Þeir forðuðust hvorn annan og ræddust aldrei við. Þegar styrjöldin brauzt út, voru þessir ólíku bræður komnir hátt á fertugsaldur. Þeir voru báðir kvaddir til þátttöku í hinum dap- urlega harmleik. Nú hófust tímar, þegar menn- irnir nálguðust hvern annan svo mjög. Með flakandi, blæðandi brjóst og harmakvein á vörum, nálguðust þeir hvern annan. Hermannalest lagði af stað frá borginni árla morguns. Förinni var heitið þvert yfir landið. Þetta var víðáttumikið og frjósamt land. Reykurinn úr reykháfi eim- lestarinnar sveipaði akra þess og engi hjúpi sótsins. Mennirnir sátu hlið við hlið í rökkvuðum vögnum. Þeir sátu hljóðir og þétt saman. Það blikaði á brautarteinana und- ir þjótandi vagnhjólunum. — Vopn hermannanna voru úr hertu stáli og valhnotuviði. Beltin, er voru spennt um mitti þeirra, voru hlaðin skotfærum. Við hlið sér báru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.