Dvöl - 01.01.1942, Qupperneq 58

Dvöl - 01.01.1942, Qupperneq 58
52 D VÖL enn var búið að taka upp með öllu mjallarábreiðuna úr lautum áss- ins og dökkva hrísskógarins, hafði Pavel hafið sókn sína í áttina til ássins .... ungur, trúaröruggur, sterkur og þrautseigur. Aftur féllu geislar sólarinnar við fætur Pavels, og nú voru þeir eins og brennheit uppspretta, sem þrengt sér hefði upp úr mosaþembunum. Þegar svo Jelína ók til sumar- hússins, nú á þessu nýja sumri, hafði Pavel þegar miðað drjúgum yfir heiðina. Aftur hljóp hann með kerrunni eftir sínum eigin vegi og kallaði til Jelínu: „Ég kem! Þú bíður líklega! Ég kem, ég kem! Fyrir handan hafið bíður okkur ný veröld og nýtt líf.“ Jelína hló við honum og veifaði hvítri hönd sinni. Dag nokkurn klifraði Pavel svo upp í trjákrónu og tók þá eftir því, að búið var að mála einn vegg sumarhússins rauðan .... rauðan, eins og aftanroðinn hefði kreist allan lit úr pensli sínum til þess að hylja hvíta litinn á því. Pavel veifaði hendinni og hróp- aði: „Nú verður það ævinlega rautt!“ Ekkert megnaði að halda aftur af Pavel. Ef tré stóð í vegi fyrir hon- um, þá felldi öxin það, og rekan gróf fram í dagsljósið brúnar rót- artágarnar, sem lágu undir fargi jarðvegsins. Og ef steinn var til hindrunar, velti járnkarlinn hon- um út í lyngið, eða þá, að rekan gróf hann djúpt í jörð niður. Og hrómluðu hendurnar á honum Pavel stjórnuðu öxinni, rekunni og járnkarlinum. Jelína sá dökku rákina 1 skóg- arþykkninu nálgast; það var líkast því að keskinn strákur hefði fellt sætisröð á engjum. Og hún hló eins og fyrri daginn. Nú var búið að rauðmála allt sumarhúsið, og augu Pavels sáu líka vel konuna, sem stóð á dyra- þrepum þess. Og allt í einu varð Pavel ljóst, hversvegna Jelína hafði látið rauð- mála sumarhúsið sitt. Það var til þess, að hvítleiki hennar skæri greinilegar frá veggnum, er hún stóð á dyraþrepinu og vaggaði sín- um fagra líkama. Oft gekk þreytan nærri Pavel, en hið unga hjarta hans lét ekkert á sig fá. Alltaf var það reiðubúið að kalla hughreystingarorð í eyra hans, þegar hendurnar titruðu af ofþreytu, þegar hnén kiknuðu á stundum áreynslunnar, og þegar hann átti bágt með að rétta úr sér eftir erfiði skurðgraftarins. Og svo morgun einn, er sólin sat á ásnum, rauðari en húsið, leyst úr viðjum fjarlægra trjákróna, morgun einn, er hjarta Pavels kall- aði til hans sín seinustu uppörv- unarorð og rekan féll máttlaust úr hendi hans — þá snerti vegur- inn rætur ássins. Jelína kom út á dyraþrepin og vaggaði sínum hvíta líkama, nakin,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.