Dvöl - 01.01.1942, Qupperneq 53
D VÖL
47
Þau voru saman alla nóttina, og
Pavel fann, að Jelína var einhvers-
konar dulúðug upphrópun, sem
hann var knúinn til að endurtaka
í sífellu; hvísla fram á varir sér,
stama upp, svelgjast á og segja
aftur og aftur sér til leiðinda.
Þegar lýsti af degi, gengu þau
út á tröppurnar.
Jelína hló, en Pavel starði á
svörtu tjörnina.
„Elskarðu mig, Jelína, elskarðu
mig annars .... nokkurn skapað-
an hlut?“
„En þú sjálfur, aulabárðurinn
minn?“
„Ég er frávita af ást til þín,
Jelína! Þú ert eina konan, sem
gert hefir mig svona sturlaðan ....
Mér er ekki lengur ljóst, hver ég
eiginlega er. Þessi vitfirring er
kvöl, Jelína. Hún er brennandi þrá
eftir þúsund nóttum, kvöldum og
morgnum með þér! Þessi vitfirr-
ing er töfrandi, af því að þú ert
töfrandi, Jelína! Biddu mig ekki
að horfa á þig núna, .... gerðu
það fyrir mig!“
Pavel einblíndi á tjörnina. Og
honum fannst hún brenna af þrá
eftir að fá þrýst að brjósti sínu
hinni hvítu spegilmynd sumarhúss-
ins, lilju hjarta síns .... þrá það
með ákefð þess, er veit, að hann
aldrei muni finna hugfró. Pavel
dirfðist ekki að líta á Jelínu.
En Jelína hló og deplaöi aug-
únum .... reri sér mjúklega í átt-
ina til hins fjarlæga sjónbaugs
.... hló án þess að vita, hversvegna
hún hló.
Hann hafði sungið fyrir hana,
leikið á hljóðfærið fyrir hana;
hann hafði orðið frávita hennar
vegna; hann hafði kysst hana og
faðmað að sér .... hann hafði
kallað hana yndislegustu konu í
heimi. En það var henni ekki nóg.
Jelínu varð allt í einu ljóst, að
hverju hún hló: hún hló að hatr-
inu, sem vaxið hafði í brjósti henn-
ar um nóttina við hvern koss
og mundi láta manninn endur-
gjalda með lífi sínu sæluvímu
líðandi stundar.
Já, Jelína hló og vaggaði líkama
sínum .... líkama, sem geislaði
frá sér hreinleik og seiðandi ang-
an. Og nasavængir hennar titr-
uðu, ekki af hlátrinum, heldur hinu
skyndilega uppblossaða hatri.
Pavel leit ekki á hana, en heyrði
hlátur hennar. Hann hrópaði upp:
„Að hverju hlærðu, Jelína?“
„Að þér, auðvitað!“
Pavel sneri sér snögglega að Jel-
ínu. Úr augum hans brann ofsa-
kennd spurning:
„Og hvers vegna hlæröu að mér?“
En Jelína dró hendur Pavels til
sín .... spennti handleggi hans
utan um sig .... og varð máttvana
í faðmi hans .... í sælukenndri
þjáningu. Hún mælti:
„Kysstu nú í vitund þína end-
urminningu um mig, því flóns-
legra þeim mun betra, aulabárð-
urinn minn!“