Dvöl - 01.01.1942, Blaðsíða 42

Dvöl - 01.01.1942, Blaðsíða 42
36 DVÖL stað í Vatnajökulsferðina. Ef til vill komum við ekki aftur, en við viljum reyna. Ég drekk skál ham- ingju ykkar og segi: Verið þið sæl- ir. Skál!“ Síðan steig hann á bak Snæ- kolli, sem beið týgjaður á hlaðinu, kyssti konu sína og sagði við börnin: „Standið þið afsíðis, börn, því að Snækollur bítur eins og rostung- ur.“ Svo reið hann úr hlaði. Vinir hans fylgdu honum eina þingmannaleið áleiðis til öræf- anna. Þegar þeir voru komnir fram hjá fremstu bæjunum í sveitinni og götuslóðinn hvarf í hraunið, kvöddu þeir hann og ósk- uðu honum góðrar ferðar. Þeir horfðu á eftir honum, þar sem hann sat teinréttur á Snækolli og reið hægt upp eftir hrauninu. Brátt hvarf hesturinn sjónum þeirra og Þorgrímur einnig, smátt og smátt. Presturinn reið upp á klettaborg til þess að sjá betur yfir. Kvaðst hann hafa síðastur séð til Þorgríms, og hefði hann aldrei litið til baka. Hann hélt beina leið inn á öræfin, eins og hann væri á heimleið. Þegar presturinn sá Þorgrím hverfa, fannst honum hann sjá á bak síðasta berserknum. Vatna- jökull krafðist hans, og Þorgrím- ur af Rangárvöllum hélt áfram för sinni út úr þessari sögu og þessum heimi. Austur í Berufirði, ekki langt frá Hegrafossi, bjó maður að nafni Hjörtur Helgason, vel fjáður og ríkur að gangandi fé. Morgun einn sat hann í bæjardyrunum og drakk kaffi með kandíssykri að íslenzk- um sið. Hann var að bíða eftir hestunum, sem verið var að sækja, því að hann ætlaði til kirkju þenna dag. Allt í einu kemur vinnumað- ur sá, er átti að sækja hestana, ragnandi og bölvandi og segir, að djöfullinn sé kominn í hrossin. Reiðhestur húsbóndans sé bitinn í bakið eins og eftir úlf. Þá bölv- aði Hjörtur Helgason, hreppstjóri og meðhjálpari, bölvaði eins og hestamenn gera, þegar þeir heyra, að klárinn þeirra sé veikur eða meiddur. Hann tók byssu sína og gekk út í hagann, þar sem hest- arnir áttu að vera á beit. Hestarnir voru á harða hlaup- um til og frá, en skammt frá þeim lá einhver dökkgrá og stór skepna. Hún var tilsýndar eins og græn- lenzkur björn. Þegar Hjörtur lyfti byssunni, reis skepnan á fætur. Þá mælti Hjörtur við vinnumanninn: „Andskotinn! Þetta er hestur- inn hans Þorgríms af Rangárvöll- um. Hann hlýtur að hafa dáið á jöklinum, en hesturinn ráfað hingað.“ Tíminn leið og Snækollur varð aftur feitur og gljáandi. Þótt hann væri mesta óvættur meðal hest- anna, ákvað Hjörtur að hafa hann um sumarið. En í réttunum datt Hirti í hug, að láta kveða að sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.