Dvöl - 01.01.1942, Page 42

Dvöl - 01.01.1942, Page 42
36 DVÖL stað í Vatnajökulsferðina. Ef til vill komum við ekki aftur, en við viljum reyna. Ég drekk skál ham- ingju ykkar og segi: Verið þið sæl- ir. Skál!“ Síðan steig hann á bak Snæ- kolli, sem beið týgjaður á hlaðinu, kyssti konu sína og sagði við börnin: „Standið þið afsíðis, börn, því að Snækollur bítur eins og rostung- ur.“ Svo reið hann úr hlaði. Vinir hans fylgdu honum eina þingmannaleið áleiðis til öræf- anna. Þegar þeir voru komnir fram hjá fremstu bæjunum í sveitinni og götuslóðinn hvarf í hraunið, kvöddu þeir hann og ósk- uðu honum góðrar ferðar. Þeir horfðu á eftir honum, þar sem hann sat teinréttur á Snækolli og reið hægt upp eftir hrauninu. Brátt hvarf hesturinn sjónum þeirra og Þorgrímur einnig, smátt og smátt. Presturinn reið upp á klettaborg til þess að sjá betur yfir. Kvaðst hann hafa síðastur séð til Þorgríms, og hefði hann aldrei litið til baka. Hann hélt beina leið inn á öræfin, eins og hann væri á heimleið. Þegar presturinn sá Þorgrím hverfa, fannst honum hann sjá á bak síðasta berserknum. Vatna- jökull krafðist hans, og Þorgrím- ur af Rangárvöllum hélt áfram för sinni út úr þessari sögu og þessum heimi. Austur í Berufirði, ekki langt frá Hegrafossi, bjó maður að nafni Hjörtur Helgason, vel fjáður og ríkur að gangandi fé. Morgun einn sat hann í bæjardyrunum og drakk kaffi með kandíssykri að íslenzk- um sið. Hann var að bíða eftir hestunum, sem verið var að sækja, því að hann ætlaði til kirkju þenna dag. Allt í einu kemur vinnumað- ur sá, er átti að sækja hestana, ragnandi og bölvandi og segir, að djöfullinn sé kominn í hrossin. Reiðhestur húsbóndans sé bitinn í bakið eins og eftir úlf. Þá bölv- aði Hjörtur Helgason, hreppstjóri og meðhjálpari, bölvaði eins og hestamenn gera, þegar þeir heyra, að klárinn þeirra sé veikur eða meiddur. Hann tók byssu sína og gekk út í hagann, þar sem hest- arnir áttu að vera á beit. Hestarnir voru á harða hlaup- um til og frá, en skammt frá þeim lá einhver dökkgrá og stór skepna. Hún var tilsýndar eins og græn- lenzkur björn. Þegar Hjörtur lyfti byssunni, reis skepnan á fætur. Þá mælti Hjörtur við vinnumanninn: „Andskotinn! Þetta er hestur- inn hans Þorgríms af Rangárvöll- um. Hann hlýtur að hafa dáið á jöklinum, en hesturinn ráfað hingað.“ Tíminn leið og Snækollur varð aftur feitur og gljáandi. Þótt hann væri mesta óvættur meðal hest- anna, ákvað Hjörtur að hafa hann um sumarið. En í réttunum datt Hirti í hug, að láta kveða að sér

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.