Dvöl - 01.01.1942, Qupperneq 82
76
DVÖL
háttar ritverk hans, saga Maríu Stúart
Skotadrottningar. Áður hafði sami út-
gefandi gefið út sögu Maríu Antoinette,
en aðrir „Magellan" og „Undir örlaga-
stjörnum". Nokkrar smásögur hans hafa
einnig verið þýddar á íslenzku, þar á með-
al „Hlaupaæðið", er birtist sem fram-
haldssaga í Dvöl fyrir nokkrum árum.
Ekki er það á minu meðfæri að fella
dóm um sannleiksgildi þessarar bókar;
frá því munu jafnvel flestir leiða hest
sinn. Það mun nefnilega aldrei fást úr
því skorið, hvernig fjölmörg atriði í lífi
drottningarinnar hafa fallið né hvað satt
kann að vera í því efni og hvað er álogið.
Þar er vitni gegn vitni, „sönnunargagn"
gegn „sönnunargagni".
Stefan Zweig leitaðist fyrst og fremst
við að gera sér glögga grein fyrir sálar-
lífi drottningarinnar og þeirra, sem við
sögu hennar komu. Við þetta sálræna mat
styðst hann síðan fyrst og fremst, þegar
heimild mælir gegn heimild og hann þarf
að velja og hafna. Hér reynir meira en
litið á mannþekkjarann. Hann þarf að
sjá í gegn mistur margra alda og gern-
ingahríð óteljandi getsaka, aðskilja sann-
ar heimildir og falsaðar. En hvernig sem
rithöfundurinn hefir tekizt að finna slóð
veruleikans og fylgja henni með þessum
hætti, þá hefir hann þó skrifað skemmti-
lega bók, sem lesin er af áfergju í mörg-
um þjóðlöndum. Eigi mun íslendingum
þykja öðrum þjóðum síður mikið til um
örlög Skotadrottningar, eins og Stefan
Zweig skýrir þau. Og gott er til að vita,
að Magnús Magnússon hefir þýtt bókina
á þróttmikið og áhrifarikt mál, eins og
þeirri sögu hæfir, þótt til mætti tína ein-
staka setningar, sem lýti eru á.
J. H.
í verum. — Saga Thedórs
Friðrikssonar. Víkingsútgáfa
1941. — Arnór Sigurjónsson
sá um útgáfuna.
Vestarlega á Skjálfandaflóa, hálfa viku
sjávar undan landi, liggur allstór eyja,
láglend og flatlend. Það er Flatey. Grunn-
sævi er umhvérfis eyna og brimasamt í
hafátt, og sjór oft ókyrr, þótt veður sé
blitt. En fögur er landsýn úr Flatey og
fjallahringurinn tilkomumikill austan
frá Rauðunúpum vestur að Gjögurtá. í
norðri hillir Grímsey fyrir miðju hafi.
Á þessari eyju fæddist ungum og fá-
tækum hjónum, Sesselju og Friðrik að
nafni, sonur fyrir 66 árum. Hann var
vatni ausinn og nefndur Theódór.
Þegar fram liðu stundir, hneigðist Theó-
dór Friðriksson til ritstarfa, og hefir hann
orðið allafkastamikill á því sviði. Alla
ævi mun hann þó hafa orðið að vinna
baki brotnu fyrir brauði sínu og sinna
og margs þurft að freista í lífsbaráttunni
í hálfa öld, síðan hann fluttist alfarinn
úr Flatey, eylendu bernskuáranna. Þessa
hafa ritstörfin vafalaust bæði notið og
goldið. Gáfaður og íhugull maður, sem
verið hefir jafn víða „í veri“ og hann,
kynnist mörgu og reynir margt, er vert
er að forða frá gleymsku. Og það leitar
fast á huga þess manns, sem gæddur er
mikilli skáldhneigð. En starfsönnum fé-
lítils bónda, sjómanns og verkamanns
linnir sjaldan, og þess vegna hefir hon-
um næsta lítill tími gefizt til þess að láta
að löngun sinni og þroska hæfileikana.
Verk Theódórs sýna þó, hvað hann hefir
megnað.
Síðasta bók hans, „í verum," kom út
í desembermánuði 1941, ævisaga í tveim
bindum. Er það í senn mesta rit hans og
sú bókin, er fólk mun lesa með mestri
ánægju. Rekur Theódór þar ævi sina frá
því, er hann lá í reifum og foreldrar hans
tjösluðu honum, ósjálfbjarga snáða, með
sér á engjamar og bjuggu um hann i
fangahnapp, þegar þau gengu sjálf til
verka, og minnir það atferli á Mariu á
Knútsstöðum, er „yngsta reifastrangann
sinn út í túnið bar,“ eins og Guðmundur
Friðjónsson komst að orði í hinu kunna
kvæði, „Ekkjan við ána.“ — Nafn
bókarinnar er sannnefni, því að sjaldn-