Dvöl - 01.01.1942, Síða 62

Dvöl - 01.01.1942, Síða 62
56 D VÖL Ekki svo að skilja, að þessi kennd væri honum ný og óþekkt. Hann hafði um nokkurt skeið sannfærzt æ betur og betur um það, að hann væri að missa tökin á hjörðinni. Fólkið var sinnulausara en nokkru sinni fyrr. Honum fannst, að fólkið kæmi til kirkju hvern sunnudag vegna vanafestu aðeins eða til þess að fylgja siðum flestra góðra borg- ara. Hann grunaði jafnvel, að sum_ ir af kirkjugestunum færu af stað að heiman með ólund, nöldrandi í hálfum hljóðum um þenna óþarfa. Þeir vörpuðu öndinni eins og létt væri af þeim þungu fargi, þegar kom að sálmasöngnum. Presturinn vísaði þessum óboðnu hugsunum frá sér, en fannst þó um leið, að hann gæti ekki að öllu leyti þvegið hendur sínar af þessu, þótt „öld efnishyggjunnar“ — hann unni þessu orðatiltæki — hjálpaði hon- um yfir erfiðustu hjallana á þessu sviði. Þetta var óguðleg öld! Þessar hugsanir fróuðu honum. Ekkert stoðaði, þótt hann og stétt- arbræður hans hvettu fólkið til iðrunar. Hann fór einu sinni í viku til Sínaí og kom aftur með boðskap frá guði, og ávallt hitti hann söfn- uð sinn umhverfis gullkálfinn, og ekkert gat ekið honum þaðan. Fólkið hlustaði í lotningu, er hann las þeim lögmálið, en hvarf svo aftur til skurðgoðsins. Áhyggjux prestsins rénuðu, er honum varð hugsað til síðasta sóknarnefndarfundar. Söfnuðurinn bjó eins vel að honum og kirkjunni og bezt varð á kosið. Laun hans höfðu verið hækkuð óbeðið, og all- ar nauðsynlegar ráðstafanir voru fljótt og orðalaust gerðar. Presturinn kveikti aftur í píp- unni sinni og handlék eldtengurn- ar. Safnaðarfólkið var ánægt með hann — sagði það og sýndi það áþreifanlega hvað eftir annað. Presturinn sat hugsi og höfuð hans seig niður á bringuna. Hann sofnaði. II. Hann hafði gleymt handbókinni sinni og blöðunum á predikunar- stólnum! Hann varð að fara undir eins og sækja þetta. Hann fór inn um aðaldyrnar og þurfti því að ganga eftir endilangri kirkjunni. Fölt tunglskin seytlaði gegnum málaðar gluggarúðurnar og brá annarlegum myndum á kirkjustólana og gólfið. Geigur fór um prestinn. Honum fannst eitt- hvað yfirnáttúrlegt á kreiki í kringum sig. Presturinn rak tána í eitthvað mjúkt á gólfinu. Honum hnykkti við. „Hver er þar?“ Fyrst í stað ekkert svar, aðeins óskýrt muldur, eins og í manni, sem skyndilega er vakinn af vær- um blundi. Presturinn endurtók spurningu sína. Þetta, sem á gólf- inu lá, skreið undir kirkjubekkinn og svaraði: „Ég er trúin hans Smiðs. Hvað vilt þú mér á þessum tíma sólar- J
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.