Dvöl - 01.01.1942, Síða 75
D VÖL
69
Kvöld — og þau vöfðu hvort
annað örmum og fundu hjartaslög
sín, hamingjusöm o'g á valdi hvors
annars, meðan stjörnurnar tindr-
uðu á bláum himninum og gægð-
ust inn um gluggana.
Morgunn — og minnsta barnið,
sem kunni aðeins að segja tvö orð,
mamma og mjólk, öskraði síðara
orðið af svo æðisgengnum krafti,
að konurnar í næstu húsum ráku
höfuðin út um gluggana og spurðu,
hVort barnið gæti ekki haldið sér
saman, eða hvort það ætti að neyða
fólk til að flýja upp í óbyggðir.
Dagur — og börnin þóttust ekki
geta étið matinn nema að fá kart-
öflur með-----.
Vika — og hann ráfaði um með
hendur í vösum og bað menn um
vinnu.
— Ár — og hann hafði ekki
bragðað áfengi og vissi ekki hvað
það var að vera fullur. — —
Þannig kemur liðni tíminn aft-
ur — eins og heljarmikið hjól, sem
snýst án afláts, hægt og rólega, og
það er alltaf eitthvað á uppleið,
þegar annað er á niðurleið.
Jói sjó þerraði augun með tó-
baksklút og gekk aftur á. Hann
stakk báðum höndum í vasana,
stanzaði við borðstokkinn stjórn-
borðsmegin og spýtti út á sjóinn.
Síðan gekk hann yfir að öldu-
stokknum bakborðsmegin, keyrði
höfuð aftur á bak, lét skína í tenn-
urnar og spýtti út á sjóinn allfyrir-
litlega. Síðan spígsporaði hann aft-
úr og fram um þilfarið, tók í nef-
ið og gretti sig, eða hrækti út á
sjóinn, þangað til skipið lagði
upp að bryggju í Reykjavík.------
Sjórinn er jafn lygn, þó að
klukkustundirnar líði og skipið
haldi til baka með vélaskrölti og
látum. Það er í rökkurbyrjun og
þunglamaleg kyrrð ríkir í vængja-
tökum fuglsins, sem flýgur yfir
skipinu og heitir máfur. Bátarnir
eru að koma úr róðri — með fisk.
Ef til vill með fisk. Hann hafði
verið tregur undanfarið og svo
bættist gæftaleysi við, svo að menn
voru orðnir sárgramir guði á himn-
um og höfðu ýmis ljót orð í frammi
til að skeyta skapi sínu á forsjón-
inni, til einskis þó.
Jóhannes sjóari stóð við borð-
stokkinn og bjó sig undir að skirpa
á sjóinn, en hætti svo við það og
renndi því niður, sem hann hafði
ætlað að skirpa. Hann sá bátana
nálgast, og þeir ristu djúpt, og það
gljáði á olíuborna skrokkana. —
Ef til vill yrði forsjónin mönnunum
hjálpleg í þetta sinn.
Fólkið stendur á bryggjunni og
horfir á skipið nálgast. Hvað er
það, sem er þarna? spurði einhver
og benti á skipið.
Menn fóru að stinga saman
nefjum um þetta, — en skipið nálg-
aðist.
Jóhannes sjóari stóð við borð-
stokkinn og hafði hætt við að
skirpa á sjóinn.
Fólkið sagði: Hvað er það, sem
er þarna fyrir aftan hann Jóa
sjó-----?