Dvöl - 01.01.1942, Qupperneq 65

Dvöl - 01.01.1942, Qupperneq 65
DVÖL 59 og fullkomnari reist í hennar stað. — Hann lét þess getið, að nú orðið væri meira krafizt af járnsmiðnum en að hann gæti járnað hesta og smíðað hjólása á vagna. Hann taldi einnig, að mikil vinna myndi bjóðast, væru öll tækifæri hagnýtt, þar eð borg- in væri ávallt í vexti. Hann vildi jafnframt, að þeir réðu til sín verkamenn og ykju allan rekstur- inn að mun. Stefán og móðir þeirra voru mjög andvíg slíkum breytingum. Þau gátu eigi til þess hugsað, að smiðjan yrði rifin að grunni. Innan veggja hennar höfðu forfeður ættarinnar unnið í manna minnum og faðirinn hnigið að jörðu. Þeim virtist, að með slíku væri verið að afmá minningu þeirra. Gamla konan gat ekki tára bundizt. — Stefán mælti við bróður sinn: „Fyrst allir hinna látnu gátu unað við þessa smiðju, er hún sjálfsagt ekki held- ur of lágreist né þröng handa okk- ur.“ Mikael svaraði því til, að ef þeir kvæntust báðir og eisrnuðust börn, yrðu tvær fjölskyldur að lifa á afrakstri þessa starfs. Stef- án sagði, að það myndi áreiðan- lega brauðfæða þau öll. Mikael hélt áfram máli sínu: „Það verður líka að teljast hlægilegt, að ekki megi stækka og fullkomna smiðj- una, heldur hljóti hún að standa óbreytt kynslóð eftir kynslóð.“ Gagnvart þessari skoðun gerðist Stefán hlióður og undrandi. Það hafði mikil áhrif á hann, að bróðir hans skyldi fara slíkum orðum um það, sem bar að virða og elska. Honum varð það ljóst, að bróðir hans var honum raun- verulega framandi og ókunnur maður. Hann forðaðist hann sem mest hann mátti og fór einför- um. Þegar hann gekk yfir rakan veginn á morgnana á leið til vinnu sinnar, skynjaði hann gerla, hversu þessi smiðja var honum dýrmæt. Honum fannst hann verða sæll og öruggur innan veggja hennar. Honum virtist allt umhverfis sig tilkomumeira en fyrr, steðjinn, sem glóði í húminu, og þytur belgsins. Oft stóð hann á vellinum utan við smiðjuna að kvöldlagi, þegar sól hneig til við- ar. Þá járnaði hann hesta bænd- anna. — Fyrst telgdi hann hóf- inn og festl síðan skeifuna vandlega. Hann hélt þróttmiklum, stórgerðum fætinum fast að sér. Flipi hestsins snart öxl hans. Þá varð honum það Ijóst, að þessu einfalda, óbrotna lífi vildi hann á- vallt lifa. En fábreytileiki hins daglega starfs hafði sífellt dýpri áhrif á huga Mikaels. Framtíðaráætlanir hans urðu einnig ákveðnari. Jafn- framt urðu þær djarflegri. Hann husrðist að kaupa nýjar vélar, sem væru í samræmi við kröfur tím- ans. Nýja smiðjan átti að verða björt os: reisuleg. Hann ætlaði að reisa vélsmiðiu, þar sem hvers konar járnsmíði yrði af hendi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.