Dvöl - 01.01.1942, Blaðsíða 68

Dvöl - 01.01.1942, Blaðsíða 68
62 D VÖL streyma niður vinstri öxl og arm. En umhverfis hann opnaði myrkr- ið hið botnlausa hyldýpi sitt. Full- ur angistar svipaðist hann um eft- ir ljósglætu, eftir geisla, sem hann gæti áttað sig á, eins og aftureld- ingu. En hvert sem honum varð litið sá hann myrkurdjúpið eitt. Þá brast hann í grát eins og einmana og hjálparvana barn. Líkami hans skalf af grátekka. Hann varð gagn- tekinn örvæntingu og sorg. Þegar hann hafði náð sér eftir sárustu kvalir örvæntingarinnar, lá hann á blóði drifnum vellinum. Sál hans var altekin eymd og magnleysi. Þá minntist hann bróður síns. Skyndilega rifjaðist það upp fyrir honum, að hann hafði séð Stefán reika til og hníga niður. Það var hið síðasta, sem hann sá í þessu lífi. Hann hugsaði með sjálfum sér, að áreiðanlega lægi Stefán hel- særður í blóði sínu skammt í burtu. Hann hlustaði í ákefð. Harmakvein bárust úr myrkrinu umhverfis hann. Þau, sem næst voru, voru greinileg, en óglögg hin, sem fjær voru. Hann reyndi að greina rödd bróður síns. En ópin runnu sam- an í eina heild — einn voldugan harmsöng. Honum varð hugsað um hin öm- urlegu örlög að liggja hér blindur í blóði vígvallarins. Aldrei myndi hann framar líta hið skæra ljós dagsins, sem hann unni svo heitt. Aldrei myndi hann standa við starfa sinn framar og njóta gleð- innar yfir því, sem höndum hans hafði auðnazt að skapa. Aldrei myndi hann líta framar augum vélsmiðjuna, sem hann hafði reist í lífsþrá sinni. Aldrei myndi hann framar njóta Ijóssins frá hinum stóru gluggum. Það, sem eftir væri ævinnar, myndi hann lifa í eilífu myrkri. Hann minntist ástvinanna heima, konunnar og hinna ungu barna. Aldrei myndi hann líta þau augum framar. í auðnarmyrkri myndi hann þreifa á þeim. Máske myndi hann kyssa enni þeirra einu sinni enn og strjúka vanga þeirra. En hann myndi aldrei njóta þess að sjá þau. Honum hryllti við hugs- uninni um hið ömurlega hlut- skipti, sem honum var búið. Aftur gleymdi hann sjálfum sér, er hann minntist bróður síns, em lá helsærður skammt í burtu. Hann sá hann í anda liggja á jörð- inni, náfölan og kveinandi. Hann minntist alls þess, er þeir höfðu átt sameiginlega. Hann minntist horfinna ára bernsku sinnar og æsku, þegar þeir ólust upp saman. Hann minntist foreldra þeirra, sem þeir unnu svo heitt. Hann minntist þess, er þeir sváfu saman hlið við hlið og vöknuðu til sameiginlegs starfs. Hann minntist þess, er þeir unnu saman inni í húmi gömlu smiðjunnar. Nú virtist honum smiðja föður síns og feðra ekki lengur auvirðileg, þar sem hann lá hjálparvana og grátandi í hinu botnlausa myrkurdjúpi. Hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.