Dvöl - 01.04.1946, Page 8

Dvöl - 01.04.1946, Page 8
86 DVÖL lengur þessi eina langa stund, bundin honum sjálfum og fjársjóð hans. Gegnum hið bláa stundaglas himinsins tóku aftur að sáldrast haglkorn — og hvert korn, sem féll, virtist ræna einhverju úr hjarta hans. Að lokum reis hann upp, heitur og sveittur. Það var komin nótt. Nú var öllu starfi lokið, nema að ná upp fjársjóðnum — og það var ekki skynsamlegt að byrja á því verki að nóttu til. En hann vakn- aði fyrir dögun. Þegar hann vaknaði lá hann nokkra stund hreyfingarlaus, full- komlega hamingjusamur. Hann hafði þekkt margar konur, en í dag mundi honum veitast mesta ham- ingja.lífsins. Sólin var að setjast, þegar fyrsta kistan kom í ljós. Hann hjó ryðgað lokið sundur með öxi sinni og starði frá sér numinn. Þetta var full- komnun hamingjunnar. Gullið virtist fljúga í fang honum. Hann kastaði sér yfir gullið, fyllti hnefa sína gulli. Honum fannst, sem hann kæmi af hluap- um, hann and^.ði djúpt og ört, eins og hann væri móður. Hve gott var að fara höndum um gullið, hve þungt og mikið það var, og mjúkt — mýkra en brjóst nokkurrar konu — betra en brauð! Hægt og varlega braut hann upp næstu kistu, Hann naut þess að finna lokið láta undan öxinni. Þarna var það allt — skurðgoð og oflátubuðkar — rauðir rúbinstein- ar og óslípaðir smaragðar — perlu- sett sverðslíður mjúkar andlits- grímur úr hreinu gulli, sem hinir heiðnu prestar höfðu borið — hann hafði dreymt um það sem konungsgersemar — nú brosti hann að því, hve draumar hans höfðu verið hversdagslegir. Nóttin kom, myrkrið féll snögg- lega yfir, en hann hreyfði sig ekki. Hann kveikti ekki upp eld, hann fór ekki heim í kofa sinn. Tíminn var aftur orðinn einskis virði. Hann lá alla nóttina í gröfinni og var fullkomlega hamingjusamur. Það kom nýr dagur og hann reis upp, en ekki eins og hann hafði gert 24 klukkustundum áður. Þeg- ar hann reis úr rekkju þann morg- un, var hann enn fátækur ævin- týramaður, en nú var hann orðinn auðugur og hlaðinn áhyggjum auðkýfingsins. Hann hló þegar hann hugsaði til æðisgengins erfiðis siðustu daga. Tíminn var vinur hans, en ekki óvinur, það var nauðsynj alaust að berjast við hann. Báturinn var til- búinn — aðeins eftir að setja gull- ið um borð, leysa landfestar — og allt annað kæmi eins og af sjálfu sér — líkt og að kjölfarið fylgir á- vallt skipinu. Fyrst var að fást við Indíánana. Þeir voru vinir hans, en þó svo væri, mundu þeir ekki gera allt, sem hann óskaði, án þess þeim yrði launað það. Það yrði honum þó

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.