Dvöl - 01.04.1946, Síða 9
DVÖL
87
ekki mjög kostnaðarsamt — þeir
þekktu tæpast verðmæti gula
málmsins. En svo var það vinur
landstjórans og landstjórinn sjálf-
ur — hann hleypti brúnum. Allt
var hægt að kaupa einhverju verði,
á því var enginn efi, en verðið gat
stundum orðið nokkuð hátt, jafn-
vel þeim sem auðugir voru.
Enginn vissi betur en hann, að
mútur voru nauðsynlegar.
Jafnvel meðan aðeins var um að
ræða lítilfjörlega drauma hans
sjálfs, voru honum erfiðleikarnir
auðsæir. En þessi konunglegu auð-
œfi — þar mundi sjálfur konung-
urinn vilja hafa hönd í bagga.
í gær hefði hann glaður gefið
helming auðæfanna til að komast
heill á húfi burt með hinn helm-
inginn. En nú hafði hann séð þau
og þuklað á þeim.
Hann fylltist gremju. Hvað vildu
allir þessir ókunnugu menn vera
að skipta sér af fjársjóðnum hans?
Þeir höfðu hvorki séð hann né
leitað hans.
Nú sá hann þá alla sem einn
raða sér á gryfjubarminn eins og
hræfugla um æti — Indíánana,
landsstjórnina — lögfræðingana
og hirðmennina, konur með fjár-
græðgi í augum, jafnvel biskupa og
kardínála. Já jafnvel kirkjan sjálf,
jafnvel sjálfur Guð heimtaði hluta
af fjársjóðnum. Þeir komu nær,
þeir teygðu fram hendurnar hægt
°g hægt lengra og lengra eftir
hans eigin fjársjóði. Þeir gáfu
honum þýðingarlausa og auðvirði-
lega hluti i skiptum — koss — að-
alsnafn — marmaraaltari — en
alltaf þvarr fjársjóðurinn. Að
lokum grúfði sig gamall maður yf-
ir þj áningarfullar endurminning-
ar um konungleg auðæfi — og
jafnvel þá þyrptust menn að hon-
um græðgisfullar verur úr öllum
áttum. Hann sveiflaði um sig
handleggjunum til að reyna að
losna við þessar hugsýnir.
Hann varð að endurskoða áform
sín gaumgæfilega. Hann flýtti sér
að reikna út það minnsta, sem
hann gæti komizt af með til að
tryggja öryggi sitt. Hann sneiö ut-
an af mútufénu meira og meira —
og þó ógnaði honum enn heildar-
upphæðin.
Tíminn virtist hér mundi græða
sárin. Þegar á allt var litið, var
engin nauðsyn að vinda upp segl
í bráð. Hann gæti etiö og drukkið
og sofið og leikið sér að fjársjóði
sínum — og einhvern tímann mundi
koma hið rétta tækifæri til brott-
ferðar.
Stundirnar urðu að dögum og
dagarnir að vikum. Kvöld nokkurt
brá honum í brún, er hann var að
athuga almanakið sitt og sá, að
liðnir voru nær tveir mánuðir síð-
an hann gróf upp fjársjóðinn. Það
sýndist ótrúlegt, en samt var það
satt. Jæja, Vasco Gomez, hugsaði
hann einkennilega deyfðarlega,