Dvöl - 01.04.1946, Blaðsíða 11

Dvöl - 01.04.1946, Blaðsíða 11
DVÖL 89 rakst þá á bát hátt uppi á strönd- inni, og illa varinn. Andartak horfði hann á bátinn án þess að þekkja hann. Svo áttaði hann sig — þetta var báturinn hans og aldrei mundi viðra betur en nú til 'fararinnar. Hann athugaði bátinn gaum- gæfulega. Stormurinn hafði ekki unnið honum neitt tjón, báturinn var sjófær enm Hann lagði hon- um aftur út á voginn. Þá fór hann og sótti kisturnar og kom þeim fyrir í bátnum. Nú var aðeins eft- ir að flytja fjársjóðinn um borð og fylla kisturnar. , Tveim stundum síðar sat hann í bátnum sínum og fól andlitið í höndum sér. Hann hafði ekki byggt bátinn nógu stóran til að flytja þann farm, sem honum var ætlaður. Hann varð að byggja annan bát, ekki var skaðinn annar. En hann vissi, að þótt honum tækist að smíða stóran bát til að bera fjár- sjóðinn, yrði sá bátur ofviða ein- um manni á sjó. Hann gat flutt það, sem komið var um borð til næstu eyjar og grafið það þar, komið svo og sótt hieira. En það þýddi margaukna áhættu. Hann var orðinn of hand- bundinn fjársjóðnum. Hann gat ekki hugsað sér að grafa nokk- urn hluta hans einhvers staðar úti á víðavangi og yfirgefa hann þar. Þá vildi hann fremur flytja fjársjóðinn aftur í hinn gamla felustað Pedros og taka aðeins með sér smáupphæð til að koma af stað nýjum leiðangri. Taka skip á leigu — koma aftur — gera öðr- um mönnum kunnugt leyndarmál sitt — til að taka hluta af því, sem var hans einkaeign. Hann braut heilann langan tíma, velti fyrir sér ýmsum hug- myndum, sem skutu upp kollinum. Hann vissi, að hann gæti enga framkvæmt. Það varð að finna annað ráð. Alla hluti mátti kaupa, ef nóg gull var í boði. Alla nóttina lá hann í bátnum og hugsaði sig um. Nýr dagur rann eftir langa nótt, og enn var vanda- málið óleyst, en um stund var hann horfinn frá hugsunum um það. Hann var nú aftur horfinn til sinna fornu drauma. Þetta var mjög smávægilegur draumur og skipaði ekki veglegan sess meðal vitrana hans, en honum þótti gam- an af að rifja hann upp einstöku sinnum. Hann sá vínveitingakrá við fjallaveg í Portúgal. í kránni var stúlka með rjóðar varir og tinnu- svart hár. Þetta var siðprúð stúlka og unn- ustinn hennar var hermaður. Gom- ez var fátækur og þjófur — þetta var áður en hann fór á sjóinn. Oft var hann dreginn burt frá kránni, en hann kom alltaf aftur. Einu sinni sló hermaðurinn hann, því tók hann þegjandi. Stúlkan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.