Dvöl - 01.04.1946, Side 12
90
D VÖI
horfði á og brosti. Gomez sá um
síðir, hve ást hans var vonlaus og
þá réð hann niðurlögum her-
mannsins í fjallagili einu og flúði
svo, áður en hann var gripinn. Þá
byrjaði hans raunverulegi ævifer-
ill.
í draumum Gomez var samt
enginn hermaður. Aðeins stúlkan
og hann sjálfur, eins og hann
hafði verið. En hún fyrirleit hann
ekki lengur og þau brostu hvort
til annars milli kossanna.
Þessi draumur virtist nú mjög
eðlilegur. Hann hallaði sér út yfir
borðstokkinn og horfði letilega
ofan í vatnið. Andlitsmynd hans
speglaðist í vatnsskorpunni. í
fyrstu kom honum þetta andlit
ókunnuglega fyrir sjónir.
Hans eigið andlit var andlit
unglingsins í draumnum — ung-
legt, grannleitt andlit, óráðið, en
hvorki meitlað línum góðs né ills
— andlit æskunnar. Þetta var
skorpið andlit gamals manns.
Hann fór höndum um líkama
sinn varlega og undrandi. Um
langt skeið hafði hann ekki gefið
líkama sínum neinn gaum. En
þessi fuglahræða var hann sjálfur.
„Þú hefur komið um langan veg,
Gomez,“ muldraði hann.
Honum birtist ný sýn úr öðrum
draumi. Hinn ágæti Vasco Gomez,
konungur auðæfanna, einn á
skrautbúinni banasæng. Á aðra
hlið hvílunnar sat prestur, en hina
lögfræðingur, en augu hins deyj-
andi manns sáu hvorki róðukross
né erfðaskrá. Þau störðu inn í
myrkrið og reyndu að festa augun
á einhverju ósýnilegu. Fyrir dyr-
um úti varði þjónn þögulli mann-
þyrpingu inngöngu, hópi erfingja.
Úti í horni beið óþolinmóður mað-
ur með svarta hanzka.
Ef eitthvað kraftaverk — ein-
hverjir ótrúlegir duttlungar Guðs
— gæti flutt hann til strandar
meginlandsins ásamt fjársjóðn-
um Þótt svo færi, hafði hann
þegar lifað lífinu, ef ekki í raun-
veruleikanum, þá í draumum sín-
um. Líkami hans var honum
einskis virði lengur, ekki heldur
fjársjóðurinn. Aðeins eitt var hon-
um dýrmætt — mynd stúlkunnar
í kránni — og þann draum gat
ekki allt gull veraldarinnar keypt
fram úr djúpum liðna tímans og
gert að veruleika.
Vasco Gomez spennti greipar,
svo að hnúarnir hvítnuðu og bak-
vöðvarnir þöndust út. Hann hafði
alltaf verið hraustur, öruggur og
gætinn bardagamaður. Nú varð
hann enn að berjast, án miskunn-
ar eða samvizkusemi eða við-
kvæmni, eins og áöur fyrr. En í
þetta skipti var andstæðingurinn
ósýnilegur.
Næsta morgun gekk hann enn
um ströndina. Af og til leit hann
út til hafsins. Sjórinn var sléttur
og tær. En svo uppgötvaði hann,