Dvöl - 01.04.1946, Side 21
D VÖL
væntingu minni sneri ég fjórða
„takkanum“ í heilan hring. Steins-
hljóð. Vonsvikin í versta skapi
horfði ég út um opinn gluggann,
á úfinn sjó og yglda rokbrún við
sjónarrönd.
En kemur þá ekki veðurspek-
ingurinn glaðvakandi og þylur
spádóma sína á þrem tungumál-
um. Horfurnar voru ekki góðar, en
þó taldi hann von um að rokið
myndi réna.
Þung á brún gretti Ég mig
framan í kafaldsmugguna, sem
grenjaði á gluggunum, en labbaði
mig síðan upp á loft og skreið
undir sæng. Ég hafði vart keyrt
sængina yfir höfuð mitt, þegar
Hún kom askvaðandi, sveiflaði
sér upp í til fóta og heimtaði
kaffi. Hjartagóð stúlka færði okk-
ur kaffi, það hressti skapið. Við
hjöluðum nú um stund og tókum
gleði okkar.
Á tólftu stundu birtist stúlkan
á ný og tjáði okkur, að veöur færi
ört batnandi. Við spruttum á fæt-
ur í þvílíku hasti, að kaffikanna
og kaffibollar hentust út í horn.
Nú var tekið til aö ferðbúast.
Ráðsettu fólki þótti ferð okkar
hið mesta flan, en skynsamlegar
fortölur máttu sín einskis gegn
bjargföstum ásetningi okkar.
Eftir að hafa etið miðdegisverð
bundum við nestispoka á bak okk-
ar, skíði á fætur og lögðum af
stað.
Ég, sem var óvön að ganga á
ðð
skíðum, hafði vart gengið lengd
mína þegar Ég datt. Hún hló, en
sagði, að fall væri fararheill. Þessa
vizku hafði Hún lært af spökum
manni norður á Ströndum.
Leiðin lá nú á brattann. Hún
var víkingur að dugnaði og stik-
aði hverja brekku með öryggi hins
æfða skíðamanns. En klaufinn,
Ég, var ýmist að missa af mér
skíðin, eða renna aftur á bak.
Versta brekkan hét Kúfsbrekka,
þóttist ég varla hafa komizt í slíka
raun sem að hafa mig upp hana,
en í stað þess að verða mér að
liði, hló Hún einungis og skemmti
sér yfir vandræðum mínum.
Eftir mikið strit frá minni hálfu
lauk loks síðustu brekkunni og
stóðum við þá í Kjaransvíkur-
skarði. Féllu þá öll vötn norður
af til Kjaransvíkur. Þar snæddum
við nesti okkar og horfðum him-
inglaðar á batnandi veður. Upp
af Kjaransvík er dalverpi með af-
líðandi halla til sjávar. í Kjar-
ansvík stóð eitt af fjórum búum
Geirmundar helj arskinns, varð-
veitti það Kjaran þræll og ber
víkin nafn hans. Nú er þar engin
byggð.
„Hér skulum við renna okkur,“
sagði Hún og rann af stað á fleygi-
ferð. Mér þótti öruggara að setj-
ast á skíðin, og fór þannig fyrstu
brekkuna. Hún beið mín skelli-
hlæjandi við brekkulokin, slíkt og
þvílíkt athæfi þótti henni ekki
sæma. Ég gerði þá tilraun til að