Dvöl - 01.04.1946, Blaðsíða 28

Dvöl - 01.04.1946, Blaðsíða 28
106 D VÖL gengum síðan norður með sjó. Nú urðum við að ganga grýtta fjöru og bera skíðin. Fjaran var löng og fannst okkur þetta einna erfið- asti spölurinn. Sárfegnar með aumar axlir héld- um við í hlaðið á Horni. Var þá liðið að nóni. Þar var okkur af- bragðsvel tekið. Við afklæddumst þá ferðareyfinu, bjuggumst betri búnaði og gengum síðan milli húsa til að hlusta á fólk hæla okkur fyrir dugnaðinn. Venjulega var viðkvæðið, er við höfðum sagt ferðasöguna, vitanlega eins ýkta og frekast var unnt: Þið eruð bara eins og fyglingar1) og færir menn. Svona tal líkaði okkur að heyra og í sælli vímu sigurhróss- ins hurfum við í svefnsins arma. Næsta morgun var blíðasta veð- ur. Húsfreyja færði okkur rjóma- kaffi í rúmið. Við sötruðum kaffið og vellíðanin seytlaði um likam- ann. Hún, sem var orðin hagvön á Horni, vildi nú sýna mér sem mest af landslagi staðarins. Upp úr há- degi lögðum við af stað og gengum upp á næsta fjall, en það heitir Miðfell (402 m). Þar hlóðum við vörðu og mæltum svo um, að hún skyldi þar standa um aldur og ævi. Því til staðfestu átum við flatkökur, sem húsfreyja hafði !) Fyglingur er maðurinn kallaður, sem sígur í bjargið, eftir eggjum og fugli. stungið að okkur í nesti. Við gengum síðan eftir hrygg fjallsins út á yztu brún þess. Þar var eggin svo mjó, að við sátum þar klof- vega og kíktum fram af. Þar sönnuðum við að við værum fær- ar, því okkur sundlaði ekki, þótt skolgrænn sjórinn ólgaði fyrir neðan. Við gengum síðan norður af fjallinu og niður á Hornbjarg. Okkur til mikillar undrunar sá- um við mann þar á ferð. Hún, sem alltaf tók munninn eins full- an og Hún gat, greip nú tækifær- ið að segja mér, að svona væri nú reimt hér norður frá, þarna löbb- uðu sjódraugarnir um eins og þeim sýndist, hábjartan daginn. En þar sem trúgirni mín var í öfugu hlut- falli við hugmyndaflug hennar, sá ég fljótlega, að þetta var heima- maður frá Horni. Hann hafði að gamni sínu laumazt út með sjó til þess að koma okkur að óvörum. Piltúrinn sýndi okkur allmikið af urðargrenjum og sagði, að oft væri þar mikið um tófur. í rökkurbyrjun héldum við svo heimleiðis. Næsta dag átti ég svo að fara heim, en veðrið var svo vont, að ég hætti við það. Um hádegisbilið ætlaði hún að fylgja mér til Látravíkur, sem er skammt fyrir austan Horn. Þar var viti, sem ég vildi skoða. En sú ferð var aldrei farin sökum ó- stjórnlegrar rigningar. Hún, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.