Dvöl - 01.04.1946, Blaðsíða 35

Dvöl - 01.04.1946, Blaðsíða 35
DVÖL gráu klæði undir mistruðum, blaktandi tjöldum. Á heimleið voru þau, maðurinn og konan, það vissi gatan, og hún vissi meira. Ho! Það hafði verið annar á þeim svipurinn, þegar þau fetuðu sig fram dalinn í gær. Þá hafði maðurinn verið þunglyndis- legur, en þó eftirvænting í svipn- um. Konan hafði aftur á móti verið hressileg. Hún hafði veriö að stanza og hlæja, kalla til mannsins, já, stundum hafði hún hoppað, og hún hafði strítt mann- inum. Einu sinni stanzaði hún með höndina aftan við bak, og svo kallaði hún á manninn. Þegar hann kom, kitlaði hún hann undir hökunni með lyngkló, hló dátt og stökk af stað, eins og hún byggist við, að hann mundi elta hana. En henni varð ekki gð því. Hann stóð einungis eins og staur, en svo hló hann þó loksins, en eins og hon- um væri ósköp • erfitt um þess konar. Nei, honum hafði ekki tekizt að reka frá sér hugsanirnar um það, sem hann vildi ekki sinna. Núna hugsaöi hann, beinlínis sagði við sjálfan sig: — Nei, þetta dugir ekki. Nú verö ég að fara, fara burt frá henni, hætta að stjórna fyrir hana út- gerðinni. Ég get alls ekki um- gengizt hana lengur. Hún er bara að erta mig, stríða mér, vill kannski fá mig í — nú hváði gat- ah — flört, sagði hann — jæja, 113 það varð að hafa það, þó að hún skildi ekki — vill kannski fá mig í flört, og þar með búið! O, nú hikaði hann, já, og skammaðist sín. Hafði legið í næsta herbergi við hana í alla nótt, legið i hvílupoka á beru gólfi, hún ein í góðu rúmi hinum megin við þilið, hann heyrt hana bylta sér, stynja. Hugsanirnar hans þá: sí- fellt jag og hik, sitt á hvað: — Nú fer ég bara yfir, og svo skal úr þessu skorið! . . . En þá ... en ef það á þá bara að vera flört — eða hún vill vinna mig, beygja mig. . . kasta mér svo frá sér, þykist móðgast, kannski flíkar því líka, að ég, svona náungi, sem hún hafi hirt úr aumasta skrif- stofusnatti hjá útgerðarmanni, skuli dirfast að ... Eins og þeir séu ekki á hælunum á henni, hinir og þessir, og hvernig hefur hún leikið þá suma? Ætli þeir hafi ekki orðið þess varir, og aðrir líka, að hún þykist ekki þurfa að hirða af götu sinni einn eða neinn, manneskja, sem eigi auk útgerðar- innar stóra forretningu, sem hún sjálf hafi sýnt, að hún kunni að stjórna? ... Jú, auövitað' hef ég líka aukið útgei’ðina, en grund- völlurinn var til, þegar maðurinix dó, sem hún haföi ekki búið sam- an við nema eina einustu viku. Þá vantaði nú víst ekki heilræðin og boðin um hjálp, þó að ekki væri nema frá honum Þórði fína. En hún sagði reyndar nei, þakka yð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.