Dvöl - 01.04.1946, Qupperneq 45

Dvöl - 01.04.1946, Qupperneq 45
DVÖI, 123 síðan á fardögum vorið sem hann Björn hennar lézt. — Það eru liðin átta ár, síðan það var. Átta ár. Nú hefur Snæfríður gamla í Hvammi komizt niður gilstíginn með miklum erfiðismunum. — Hún hefur farið sér hægt. Slíkt dugar gömlum og giktveikum bezt. Hér rennur Hvammsá við fætur hennar í þröngum farvegi og hamraveggurinn að vestanverðu er brattur. Skuggarnir í honum eru tignarlegir í andstöðu sinni við allt það, sem blasir við sól á þess- um íslenzka sumardegi. Fossinn er lágur. Beggja vegna við hann eru hamraveggirnir snar- brattir. Sólin skín á annan. Hinn er myrkur. Snæfríður litast um í gilinu, horfir upp eftir berginu og upp í heiðríkjuna, sem hvelfdist yfir höfði hennar. Svo verður henni litið í árstrauminn, heldur síð- an leiðar sinnar andstreymis Hvammsá í áttina til fossins. Þar eru grasivaxnar þúfur og steinar við árbakkann. Þar sezt Snæfríður á eina þúf- una. í full átta ár af þeim sextíu, er hún hefur dvalizt í Hvammi, hefur hún ekki litið þennan foss. Þó er hann ekki nema nokkra faðma frá bæjarhlaðinu. Það er sitthvað að vera gamall eða ungur. Svo gefst henni tækifæri til þess að vera ein heima á bænum. Fólk- ið fer til kirkju. Hún getur ekki farið. Hún kemst ekki á hestbak. Þá er það, að hún man eftir foss- inum sínum nafnlausa í Hvamms- gili og götuslóðanum niður að hon- um. Og visinn líkaminn, — stráið, sem bíður dauðans á fljótsbakk- anum, sigrast á vanmætti sínum. Gömul kona, sem aldrei fer út úr húsdyrum, aldrei spyr frétta frá öðrum sýslum — aukinheldur þjóðlöndum, — konan, sem einu sinni var líf bæjarins, — heimilis- ins, — ættarinnar, — hún tekur fram greiðubrotið sitt þennan dag, setur vatn í skál, grípur til sápu og þvær sér, — í tilefni þess, að í dag tekst hún ferð á hendur. Hún ætlar að sjá lítinn foss í bæjargilinu. Þeir sem dveljast ungir í gleði- sölum, þeir yrkja fögur ljóð, þeir sem eiga lönd, — njóti þeir betur unaðsemda lífsins en Snæfríður gerir, er hún lítur fossinn í dag. — Það gerir hún kannske síðasta sinni. Hér sátu þau Björn og hún fyrir fimmtíu og fimm árum og voru ung. í þessum hamri hérna aust- anvert bjó huldufólkið. Hann var kirkjan þess. í berginu fyrir hand- an dvöldust eitt sinn illvættir, sem hann Guðmundur góði særði á brott. Ekki vildi huldufólkið samt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.