Dvöl - 01.04.1946, Qupperneq 46
124
D VÖL
búa þar eftir það, svo óhreinn var
staðurinn.
Við þennan árbakka léku sér
börnin þeirra Snæfríðar og Björns.
— Hún var stundum hrædd um, að
þau féllu í strauminn, en það kom
aldrei fyrir. Huldufólkið í berg-
kirkjunni verndaði þau.
Hér var það, sem Reynir undi
sér bezt við langspilið. Hann var
elzti sonurinn hennar. — Sölvi
Helgason kom að honum, þar sem
hann lék á hljóðfærið skammt
frá fossinum, og hann ætlaði
varla að trúa sínum eigin augum
og eyrum. Flakkarinn kvaðst
aldrei hafa séð jafn gáfuleg augu
í nokkrum unglingi á íslandi.
Unglingurinn lærði síðar á hljóð-
færi í fjarlægri borg. Og þar dó
hann. — Þar dó hann. — Hann
hafði leikið sér sem barn við þenn-
an foss, — notið listarinnar við
þennan foss. Svo dó hann í mikl-
um fjarska án þess að líta foss-
inn sinn aftur.
Gamla konan situr hokin. Hún
kemur með visnum fingurgómun-
um við mosa á steini. Þessi lág-
vaxnasti gróður landsins er mýkri
öllum öðrum. Hversu oft hefur
hann ekki verið svæfill útilegu-
mannsins?
Snæfríður lokar augunum og
skynjar ekkert betur en fossnið-
inn og heitan blæ júlídagsins.
Hvað líður tímanum? Hver spyr
þess?
Sólin skín yfir landið. Fólkið
hefur mælt sér mót, ræðir dags-
ins málefni og skemmtir sér. Elzta
kona sveitarinnar, sú er lengst
hefur haldið á prjónum og stundað
heyvinnu af öllum þeim, sem nú
lifa í þessu byggðarlagi, nýtur þess
að vera ein. Gilið, áin, fossinn, það
eru vinir hennar. Hún hefur ekki
getað heimsótt þá í átta ár, —
fyrr en í dag.
„Hvurn andskotann í djöflinum
hefur kerlingarskrattinn þotið?
Magnús! Magnús! Ert þú að
stela öllu brennivíninu, þitt hex?
Viltu bara láta sjá, að þú kunnir
að skammast þín, og komdu bara
með það, ellegar ég gef þér á hann!
— Það eru ekki svo glæsilegar
viðtökurnar hérna!“
„Nú — nú, hix! Hvað er þetta,
piltur!“
Sonur bóndans í Hvammi og
vinnumaður af næsta bæ hafa rið-
ið í hlað á undan öðrum. Þeir eru
nú fyrir skömmu stignir af baki,
heimamaðurinn hefur þegar vaðið
inn í bæinn en engan séð. Kerl-
ingin, sem hafði verið sagt að
bíða fólksins með heitt kaffi á
könnunni, — hún er horfin, —
hver veit, hvert hún hefur farið.
Heimurinn er á öðrum endanum.
Magnús vinnumaður í Hvamms-
koti hefur brennivínið upp á vas-
ann og nýtur þess betur en ferða-
félaginn sonur sjálfs bóndans í
Hvammi. Þeir eru hvor um sig
tilbúnir að slást um pyttluna nú