Dvöl - 01.04.1946, Page 51

Dvöl - 01.04.1946, Page 51
D VÖL 129 Þótt peningavandræði herjuðu að, voru þær ekki kvíðafullar. Þótt sjóðir þeirra þyrru, varð alltaf eitthvað til bjargar, það var reynsla. Þær stefndu allar að sama marki: að hafa fast tak á einhverjum manni, sem greiddi skuldir þeirra. Til endurgjalds voru þær fúsar á að afneita öllum öðrum aðdáendum, og að öllum líkindum verða mjög ánægöar með það hlutskipti, því að tilhneigingum þeirra allra var þann veg farið, að þær voru ekki úr hófi kröfuharðar og áttu létt með að fella sig að nýjum kringumstæöum. í þjónustu þessa markmiðs varð hvert árið, sem leið, erfiðara og erfiðara. Hazel Morse var talin hafa heppnina með sér. Þetta hafði verið veltiár fyrir Eið. Hann hækkaði framlag sitt til hennar og gaf henni loðkápu. En hún varð að gæta sín í samverunni við hann. Hann krafðist fjörs og gleði. Hann gat ekki þolað deyfð eða hugsýki. „Heyrðu nú,“ sagði hann. „Ég á sannarlega nóg með mínar áhyggjur. Það kærir enginn sig um að hlusta á raunatölur annarra. Þú átt bara að vera góður félagi og gleyma áhyggjunum. Finnst þér það ekki? Brostu nú. Nú ertu aftur orðin glaða stúlkan mín.“ Hann hafði aldrei snert tilfinningalíf hennar svo, að hana langaði til að skattyrðast við hann á sama hátt og hún hafði jagazt við Herbie, en hana langaði til þess af og til, að hún mætti vera sorgmædd. Það var undarlegt. Aðrar konur þurftu ekki að vera með ólíkindalæti. Florence Miller fékk reglulega gráthviður, og karlmennirnir reyndu aðeins að hugga hana og hughreysta. Sumar þeirra notuðu jafnvel heil kvöld til sorglegra samræðna um óhamingju sína og vonzku veraldarinnar, og vinir þeirra hlustuðu aðeins þolinmóðir á þær og sýndu þeim samúðar- hót, sem þær þráðu. En hún oíbauð þolinmæði allra, jafnskjótt og hún varð sorgmædd. Og eitt sinn hjá „Jimmy“ hafði henni reynzt ógerlegt að vera kát og skemmtileg, og þá hafði Eið mislíkað svo við hana, að hann fór sína leið. „Því í fjandanum situr þú ekki heldur heima en að koma hingað til þess aö eyðileggja ánægjuna fyrir öðrum?“ þrumaði hann. Jafnvel stundarkunningsskapur virtist illa heppnaður, ef hún var ekki alltaf kát og skemmtileg. „Hvað er eiginlega að þér?“ spurðu þessir kunningjar. „Þú ert þó full- orðin manneskja. Taktu lífið létt, og kærðu þig kollótta." Þegar samband hennar og Eiðs hafði staðið nærri þrjú ár, flutti hann til Fiorida. Honum var þvert um geð að yfirgefa hana, og hann gaf henni stóra ávísun, þegar hann fór, og augú hans voru vot, þegar hann kvaddi. Hún saknaði hans ekki. Hann kom einstaka sinnum til New York,

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.