Dvöl - 01.04.1946, Page 56

Dvöl - 01.04.1946, Page 56
134 D VÖI En það eru ekki aðeins hestarnir. Allt verður svo hræðilegt, er það ekki. Allt verður svo ömurlegt.“ „O, vertu nú ekki með þessa fjandans höfuðóra,“ sagði hann. „Hvaða grillur eru nú hlaupnar í þig? Hvað amar nú að þér?“ „Ég get ckki gert að því,“ sagði hún. „Jæja, hristu þetta nú af þér,“ sagði hann. „Seztu nú hérna og reyndu að snyrta ofurlítið á þér smettið." Hún drakk mikið og reyndi að harka af sér en tókst samt ekki að vinna bug á þunglyndinu. Svo komu fleiri til þeirra og gerðu athuga- semdir um það, hvað hún væri niðurdregin, og hún gat ekkert gert ann- að en brosa dauflega. Hún þurrkaði augun með vasaklút, hún reyndi að gera það svo aðrir sæju ekki, en Art stóð hana nokkrum sinnum að verki og ók sér þá í stólnum og urraði eitthvað. Þegar hann ætlaði að fara á stöðina, sagðist hún ætla að fara heim. „Það er hreint ekki svo slæm hugmynd," sagði hann. „Nú ættir þú að reyna að sofa úr þér leiðindin. Ég kem aftur á fimmtudaginn. Reyndu þá að vera svolítið skemmtileg.“ „Já,“ sagði hún, „ég skal vera það.“ Þegar hún kom heim í svefnherbergi sitt, afklæddi hún sig í snatri, en það var mjög óvenjulegt. Hún smeygði sér í náttkjólinn, tók af sér hárnetið og renndi greiðunni nokkrum sinnum gegnum hið þurra, daufljósa hár. Svo tók hún glösin upp úr skúffunni og bar þau inn í baðherbergið. Hin þreytandi vanlíðan var nú horfin, og hún fann sömu bráðu eftirvæntinguna og sá, sem ætlar að fara að taka á móti lengi þráðri gjöf. Hún tók tappann úr glösunum, fékk sér vatn í glas og stóð svo fyrir framan spegilinn með töflu milli fingranna. Allt í einu hneigði hún sig ofurlítið fyrir spegilmynd sinni og lyfti vatnsglasinu. „Skál, látum þessu vera lokið,“ sagði hún. Töflurnar voru bragðvondar og óþægilegt að gleypa þær, þurrar og rykugar og límdust í hálsinn. Það tók hana langan tíma að koma þeim öllum niður, tuttugu talsins. Hún stóð alltaf fyrir framan spegilinn og horfði á mynd sína með sterkum, ópersónulegum áhuga og athugaði hreyfingar barkakýlisins meðan hún kingdi töflunum. Einu sinni sagði hún hátt: „Reyndu svo að vera svolítið skemmtileg á fimmtudaginn! Sá veit, hvað hann syngur, eða hitt þó heldur.“ Hún hafði enga hugmynd um, hvað töflurnar mundu verka fljótt. Þegar hún hafði rennt niður síðustu töflunni, stóð hún ráðvillt og undrandi og var að hugsa um það, hvort dauðinn mundi heltaka hana

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.