Dvöl - 01.04.1946, Blaðsíða 61

Dvöl - 01.04.1946, Blaðsíða 61
D VÖL 139 nú dálítið fjörug, og láttu ekkert á þig fá. Sjáumst á fimmtudaginn. Kær kveðja.“ Hún lét kortið detta á gólfið. Ömurleikinn lagðist yfir hana eins og bjarg, og henni fannst sem hún kremdist milli stórra hálla steina. Pyrir sjónum hennar leið löng röð af dögum, sem hún iíafði eytt hér í ibúðinni, kvöldum hjá „Jimmy“ við að leita sér að félögum, við að neyða sjálfa sig til að hlæja og masa við Art og aðra karlmenn. Hún sá langa lest þreyttra hesta og skjálfandi betlara. Hana verkjaði í fæturna, eins og hún hefði verið að troða þeim ofan í allt of litla, rauða skó. Henni fannst hjarta sitt þrútna og verða hart. „Nettie,“ hrópaði hún, „í guðs nafni, gefið mér viský í glas, viljið þér gera það. Stúlkan leit spyrjandi á hana. „Heyrið þér, ungfrú Morse,“ sagði hún. „Þér hafið verið dauðveikar, og ég veit ekki, hvort læknirinn vill leyfa yður að drekka enn.“ „Ó, það stendur alveg á sama.“ sagði Hazel. „Gefið mér sopa og komið með flöskuna hingað. Fáið yður líka glas.“ „Jæja,“ sagði Nettie. Hún hellti í tvö glös handa þeim, og lét sitt glas standa í baðherberginu, en gekk meö hitt glasið inn til Hazel. Hazel horfði á glasið, og það fór hroll- ur um hana við lyktina. Ef til vill mundi það hjálpa. Fyrst hún hafði nú legið í dái í nokkra daga og ekkert drukkið, mundi það líklega hjálpa henni núna. Ef til vill mundi viskýið verða vinur hennar aftur. Hún bað þess, án þess að snúa sér til guðs með þá bæn, og án þess að þekkja guð. Ó, að hún gæti nú aðeins orðið ölvuö, og ætíð verið ölvuð. Hún lyfti glasinu. „Þakka yður fyrir Nettie," sagði hún „Skál fyrir þér.“ Stúlkan flissaði. „Já, þannig á maður að taka lífið ungfrú Morse,“ sagði hún, „nú verður ekki langt þangað til þér verðið frískar aftur.“ „Já,“ sagði Hazel Morse. „Það er eins og það á að vera.“ ★
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.