Dvöl - 01.04.1946, Qupperneq 62
140
D VÖL
Þórbergur Þórðarson: Ævisaga
Árna prófasts Þórarinssonar I.
Fagurt mannlíf. Bókaútgáfan
Helgafell. Revkjavik, 1945.
Með þessari bók hefur Þórbergur Þórð-
arson byrjað þriggja eða fjögurra binda
ævisögu Árna Þórarinssonar fyrrverandi
prófasts. Við séra Árna munu fjölmargir
kannast, og þótt ekki væri nema þess
vegna, mun bók þessi vera aufúsugest-
ur margra.
Nú er því þannig farið með mig, að
ég greip þó ekki til bókarinnar i þeim til-
gangi fyrst og fremst að lesa ævisögu
prests, heldur vegna þess að Þórbergur
Þórðarson er einn af þeim fáu höfund-
um, sem ekki birtir neitt eftir sig án þess
ég lesi það óðar en það kemur á þrykk.
Og strax er bókin kom í verzlanir tók
ég til að lesa hana og hef stöðug't veriö
að glugga í hana í allan vetur, ýmist hjá
vinum mínum eða heima hjá mér, og
aldrei þótzt vera búinn að lesa hana
nógu vel.
Þótt frásögnin af bernsku og æskuár-
um Árna frá Stórahrauni sé mjög at-
hyglisverð, hefur mér þótt skemmtilegast
að kynnast aukapersónunum, sem fram
koma á sjónarsviðið; — Guðmundi gamla
dúllara, sem ekki kunni að meta gildi
peninga, — fyrirmanninum Magnúsi And-
réssyni, sem var svo mætur maður á
sinni tíð, að niöjar hans þóttu heilagir
menn, — og síðast en ekki sízt gömlu
konunni, sem ég man svo vel eftir frá
því ég var smákrakki hér á Reykjavíkur-
götum, henni Signýju, er ég hélt, að
dáin væri drottni sínum fyrir mörgum
árum. Allar þessar aukapersónur gefa
bókinni það mikið gildi, að án þess að
við þær væri lögð slík rækt og þarna er
gert, myndi öll bókin hafa orðið leiðin-
leg aflestrar, þrátt fyrir það marga og
merkilega sem beinlínis viðkemur „sögu-
hetjunni" sjálfri. Ævisögur eru nefnilega
sú tegund bóka, sem er einna mestur
vandi að skrifa án þess að þær verði
leiðinlegar og tímabundnar upptalningar
á ómerkilegum atriðum, ættum einstakra
manna, o. s. frv.
Með ritun þessarar ævisögu bjargar
skrásetjarinn frá glötun ýmsu, sem út af
fyrir sig er athyglisvert úr lífi og skoð-
unum manns, sem vex upp úr aumustu
fátækt í það að verða prestur, lærður
maður á sinu sviði og á elliárunum harö-
ánægður með sjálfan sig, ævistarf sitt og
ætt sína; — manns, sem upplifir öll
merkustu tímamótin í þjóðarsögunni á
seinustu tímum, þroskast með þjóðinni á
viðreisnarárum hennar, en er þó of
snemma í tíðinni til þess að komast
nokkru sinni í snertingu við þá strauma,
sem móta munu þjóðlífið í framtíðinni.
Eigi að síður er það nokkurs vert að
eiga skýra og óljúgfróða heimild um
starf og hugsun eins sveitaprests frá síð-
ari áratugum, skrásetta eftir prestinum
sjálfum, og það af manni, sem enginn
efast um, að er færari til þess flestum
öðrum á landinu. Auk þess sem þannig
bækur eru jafnan einhver viðauki við
þjóðlífslýsingar frá þessu tímabili, sem
hér um ræöir.
26./6. ’46.
Elías Mar.