Hlín - 01.01.1955, Blaðsíða 15
Hlin
13
ustu söfnuðust konur, senr unnu kristindómsmálunum. —
Hún leyndi því aldrei, að á þeim gi'undvelli væri starf-
semin bygð, og hún reyndi af öllum kröftum að hjálpa
konum til að víkka sinn andlega sjóndeildarhring, um
leið og þær unnu sín hversdagslegu störf, bæði fyrir heim-
ili sín og kirkju sína.
Það kom fljótt í ljós, að konurnar viklu, auk þess að
hjálpa söfnuðinum, rjetta líknandi lrönd þeim, sem Jress
þurftu við. Jókst það starf ár frá ári. Síra Jón Bjarnason
tilnefndi þá konur í djáknanefnd safnaðarins eftir ósk
fjelagskvenna, störfuðu þær ásamt þeim tveim karldjákn-
um, sem Jregar höfðu verið kosnir á safnaðarfundi. —
Þannig var kvenfjelagið frumkvöðull að þeirri öflugu
djáknastarfsemi, sem nú þjónar í söfnuðinum. — í sam-
bandi við líknarstarfsemi fjelagsns á fyrri árum má minn-
ast þess, að nokkrum sinnum var líknarstarfsemi á Islandi
styrkt með fjárgjöfum. — Jóns Bjarnasonar skólinn í
Winnipeg var í mörg ár styrktur með árlegum peninga-
gjöfum í minningu um afmæli síra Jóns. — Skó'linn vann
árum saman að fríkenslu í íslensku á laugardögum.
(Kensla fer ekki fram í skólum vestan liafs á laugardög-
um. Margur íslenskur kennari fórnaði þarna dýrmætum
frítíma sínum.) — 1931 var stofnað annað kvenfjelag í
söfnuðinum: Junior Ladies Aid, er það fjelag ungra,
enskumælandi kvenna. Er Jrað nrjög fjölment.
Liiterski söfnuðurinn í Winnipeg hefur á þessum 70
árum eignast 3 kirkjur, og hefur kvenfjelagið, eins og
nærri má geta, lagt Jiar fram margar og miklar gjafir, sem
seint yrðu taldar. — Safnaðarstarfsemi og kvenfjelagsstarf-
semi hefur verið óaðskiljanleg, og má fjelagið votta þeim
þrern prestum, sem þjónað hafa söfnuðinum, innilegt
Jaakklæti fyrir Jreirra styrk og stuðning til eflingar rnálefn-
um kvenfjelagsins. Þeim dr. Jóni Bjarnasyni, dr. Birni B.
Jónssyni og dr. Valdemar J. Eylands.
Samkomur hefur fjelagið, eins og nærri má geta, haft
margar og margvíslegar og hafa þær liaft mikla Jrýðingu í