Hlín - 01.01.1955, Blaðsíða 158
156
Hlín
Sá jeg hænu sitja í lundi fínum,
syrgjandi hjá ungakindum sínum,
ellefu hún átti sjer
allir dauðir sýndust mjer, jeg segi þjer.
Gáðu nú kóngur glögt að ræðu minni
og grey-samvisku þinni.
En sá tólfti einn mjer sýndist lifa,
upp á hennar baki var að klifa,
undran stóra jeg af því fjekk,
áfram lengra þó jeg gekk um foldar bekk.
Fífilbleikan fák einn leit jeg standa
á fóðri eftir vanda.
Reiðdýr þetta rínarsól nam prýða
með rauða gull um lend og faxið síða,
gyltan söðul á baki bar,
búinn vel sá hófamar, svo vænn hann var,
fagurt beisli fágað með jötna rómi
frítt af saurleiks grómi.
Fákur þessi fullur var af drambi,
af fegurðinni stærði sig með rambi,
hann brá á leik og braut af sjer
búning allan sýndist mjer, svo sundur fer.
Beisli, söðull, búningur og reíði,
hann braut sinn háls og deyði.
Nú vil jeg ræsir ráðning segja þjer mína,
rekkurinn talar við áheyrendur sína,
og öllum borgarmúga með:
Meina jeg þú sjert fagra trejð, sem fjekk jeg sjeð,
en drotningin þín dygða sprundið fríða
mun dapra eikin þýða.
Útvortis því ertu hlaðinn blóma,
þig æðstur gæddi konunglegum sóma,
hávaxin, sem blómstruð björk,
breiddur út á eyðimörk, en ert þó örk
ódygða, sem eitur jafnan geymir,
en eðla dygðum gleymir.