Hlín - 01.01.1955, Blaðsíða 18
16
Hlin
vestra, fór fram merkileg athöfn, sem jeg var mjög hrifin
af. Það var framsögn íslenskra ljóða, sem íslensk börn
höfðu æft. — Börnin lásu með prýði og innileik. — Kenn-
arar og aðrir áhugamenn höfðu æft börnn. — Blöðin
herma að um 300 íslensk börn hafi nú hai't þessa framsögn
á þingum. — Meðan þessu fer fram, lield jeg, að við þurf-
um ekki að kvíða því að íslenska þjóðin vestri týni niður
málinu. —
Börnin, sem lásu best, fengu verðlaun, og varð jeg svo
fræg að lenda í dómnefnd og fjekk að afhenda verðlaunin,
sem var silfurmerki. Sömu börnin keptu um gullmerki
næsta ár.
-------------- I
Nýja ísland.
Landssvæðið Nýja ísland á suðvesturströnd Winnipeg-
vatns er án efa íslenskasta bygðin vestan lrafs, enda hafa
landar búið þar, og búið að sínu, um 80 ár. Þeim var
úthlutað þessu landi af stjórnarvöldunum í fyrstu, þar
stigu þeir fyrst á land, þar reistu þeir fyrstu lreinrilin, og
þarna kunna þeir að mörgu leyti vel við sig, það mátti
heita að þarna væri bæði til sjós og sveitar: Veiðiskapur
og landbúnaður, siglingar og verslun. — En ekki var nú
landið álitlegt í fyrstu: Fen og foræði og engir vegir. —
Húsin voru lágir og dimmir bjálkakol'ar, umkringdir
þykkum skógi, þar sem hjeldust við óþekt villidýr og villi-
menn. — En þó kofarnir væru litlir, var altaf hægt að taka
á móti gestum að íslenskum sið, jafnvel heilum fjölskyld-
um, sem komu allslausar að heiman. Það var talið sjálfsagt
að veita þeim skjól og liðsinni, þangað til þær gátu sjeð
um sig sjálfar. — Þarna hefur íslendingum búnast vel.