Hlín - 01.01.1955, Blaðsíða 23
Hlín
21
um fjelaganna. — Sambandið lieldur fundi sína til skiftis
í fjelögunum. — 1 Sambandinu eru 9 fjelög. Meðlimir
132. — Stuttu eftir stofnun Sambandsins var Sumarheim-
ili barna á Hnausum bygt, og hefur verið starfrækt af
Sambandinu síðan. —
Þegar kirkjufjelagið fór að gefa út ársrit sitt, „Braut-
ina“, átti Kvennasambandið hlutdeild í ritinu. Hefur frú
Marja Björnsson verið ritstjórinn.
1><) flest kvenfjelögin, sem íslenskar konur vestan hafs
hafa kornið á fót, sjeu stofnuð í þeinr tilgangi að styðja
kirkju og kristindóm, þá eru þó nokkur, sem hafa sjer-
stöðu í áhugamálum sínum: Kvenrjettindafjelög voru
stofnuð meðal íslenskra kvenna á nokkrum stöðum:
„Freyja“ í Selkirk 1890. — Kvenfrelsisfjelagið „Tilraun"
í Winnipeg 1908 og Kvenrjettindafjelagið „Vonin“ í
ArgyÍebygð 1909. — Þessi ljelög voru stofnuð að áeggjan
Margrjetar J. Benedictson, sem bai'ðist fyrir kosningar-
rjetti kvenna og ferðaðist milli kvenljelaganna íslensku
og talaði fyrir því máli.
Þd hefur „ Júns Sigurðssonar f jelagið“ í Winnipeg sjer-
stöðu meðal íslenskra kvenfjelaga vestan Iiafs. Það var að-
allega stofnað í því skyni að ’hjálpa þeim íslendingum,
sem kallaðir voru í herþjónustu 1914—18, og síðar 1940—
45. — Fjelagið er stofnað 20. mars 1916. — „Jóns Sigurðs-
sonar fjelagið" vann það merkilega þrekvirki að gefa út
bók: „Minninglarrit íslenskra hermanna", helgað þeim ís-
lendingum, sem voru í fyrra alheimsstríðinu. Myndir
fylgdu, sem til náðist. — Fjelagið er deild í hinum um-
langsmikla fjelagsskap: „Dætur Bretaveldis“.
Þá eru starfandi 3 kristniboðsfjeíög kvenna: í Winni-
peg, Selkirk (stofnað 1912) og í Wynyarcl í Vatnabygðum,
Sask.
í sumum sveitum og sumum bæjum eru stofnuð íslensk