Hlín - 01.01.1955, Blaðsíða 38
36
Hlin
jeg, hve hrifin jeg varð af þessari ungu, fallegu stúlku,
hún var þá í blóma aldurs síns 24 ára, en jeg 13 ára barn.
Ekki kom mjer þá til hugar, að við ættum svo margt
saman að sælda 20 árum síðar sem raun varð á. Steinunn
giftist á Helgavatni Stefáni frá Heiði 17. sept. 1888. Veisl-
an var haldin í skemmunni á hlaðinu, var hún öll tjöld-
uð innan með vaðmálum. Átti það vel við, því Jórunn
húsfreyja var sjerstaklega mikil tóskaparkona. Lyng var
bundið í sveiga, og þeir hengdir upp til skrauts. Mint-
ust Vatnsdælingar lengi þessarar veislu, bæði 'hvað búnað
og öll föng snierti. Veislugestir vóru 60—70. Nökkrum
dögum seinna riðu ungu hjónin til Möðfuvalla og settust
þar að, Stefán hafði þá verið þar kennari við Gagnfræða-
skólann einn vetur. Steinunn undi því illa að hafa engan
búskap, enda fengu ungu hjónin brátt jarðarafnot á
Möðruvöllum. Jórunn húsfreyja brá búi á Helgavatni
árið eftir og flutti norður til Möðruvalla. — Gömlu hjón-
in frá Heiði í Gönguskörðum, foreldrar Stefáns, Stefán
og Guðrún, fluttu einnig norður um sama leyti.
Hjier koma svo ummæli Sigtryggs Þorsteinssonar um
Möðruvallaheimilið í tíð Stefáns og frú Steinunnar:
„Halldóra Bjarnadóttir, ritstjóri „Hlínar“, hefur kom-
ið að máli við mig, og óskað eftir að jeg skýrði nokkuð
frá kynnum mínum af Möðruvallaheimilinu um síðustu
aldamót. Er þetta í tilefni af því, að hún mun liafa í huga
að láta ársritið „Hlín“ minnast húsfreyjunnar á Möðru-
völlum, sem þá var frú Steinunn Frímannsdóttir, en
kvaðst ekki hafa haft persónuleg kynni af henni fyr en
hún hætti búskap og flutti til Akureyrar.
Mjer ler ljúft að verða við þessum tifmælum, þó þessi
frásögn verði aðeins stórir drættir af þeim kynnum, sem
jeg hafði af Möðruvallaheimilinu og húsbændum þess,
þau ár sem jeg dvaldi þar.
Vorið 1900 rjeðist jeg vinnumaður að Mciðruvöllum til
þeirra líjóna Stefáns, kennara, eins og hann var þá venju-
lega nefndur, og frú Steinunnar Erímannsdóttur. Þau