Hlín - 01.01.1955, Blaðsíða 41
Hlin
39
Steinunn var skólameistarafrú á Akureyri um 13 ára
skeið. Þá var hið fagra skólahús nýreist og heimilið ætíð
eitt hið umfangsmesta á landinu í þann tíð.
Það sýndi sig brátt, að Steinunn var þeim vanda vaxin
að vera þar húsfreyja. Heimilisbragur al'lur til fyrirmynd-
ar, þjóðlegur í besta máta, bæði í klæðaburði og mataræði.
Heimilið var glatt og skemtilegt, bæði höfðu þau hjón
gott lag á því að taka vel á móti gestum og láta þá una
sjer vel, enda varð oft gestkvæmt á heimili þeirra. Ung-
menni og nemendur, eldri og yngri, jafnan velkomin.
Mjer er ánægjulegt að minnast þessa tímabils, jeg átti
þar jafnan samúð og skilningi að mæta í starfi mínu á
hverju sem gekk.
Fjelags- og samkvæmislíf var fjölbreytt og fjörugt um
þessar mundir á Akuneyri og áttu skólameistarahjónin
sinn góða þátt í því.
'Nú varð tóm til að sinna tóvinnunni, þegar búskapur-
inn var lítill sem enginn, en tóskapurinn var jafnan
áhugamál húsfreyjunnar, enda var unnin á þessum árum
fín og vönduð ullarvinna, sem fáa átti sinn líka á þeirn
árum og varð víðfræg.
Og þá varð garðyrkjan og blómaræktin ekki síður
landskunn. Hinn fagri og vel hirti skrúðgarður við skól-
ann var að miklu leyti verk frú Steinunnar. Voru þau
hjón samhent í því sem öðru að annast blómgaðan jurta-
garð.
Steinunn Frímannsdóttir var hetja, sem ekki ljet bug-
ast af erfiðleikum, það sýndi sig best, þegar bóndi hennar
átti við Iþrálátan heilsubrest að búa árurn saman. Enginn
sá henni bregða við sjúkleika eða dauða. Vissu þó allir,
aðhún bar sáran harm í hjarta vegna fráfa'lls ástríks eigin-
manns.
Jeg þakka frú Stíeinunni margra ára trygð og vináttu.
Hún gleymdi aldrei gömlum vinum. Trygðin var órjúf-
andi. Hún var góður íslendingur. Hún var merkiskona.
Halldóra Bjarnadóttir.