Hlín - 01.01.1955, Blaðsíða 50
48
Hlin
handa. Yngsta systirin, Jensína Björg, varð móðir núver-
andi forseta íslands, Ásgeirs Ásgeirssonar. Ekki mun Jó-
hanna hafa verið síst þeirra systra, hún dó á besta aldri
frá þremur ungum börnum, var Solveig þá aðe'ins 10 ára.
— Þremur árum síðar dó faðir þeirra, og tvístraðist þá
þessi litli systkina hópur. — Sú sorg og örvænting, er gríp-
ur gljúpar barnssálir, í svoma kringumstæðum, skilur
eftir djúp sár, er gróa seint — stundum aldrei til fulls. —
Drengskaparfólk stóð að þeim systkinum í báðar ættir, er
tók þau að sjer og reyndist þeim vel. Mintist Solveig oft
hlýlega móðursystur sinniar, Maríu, en hjá henni dvaldi
inin um skeið á Akureyri, og sótti þá kvennaskólann þar,
þó ung væri. — Hún hjelt altaf trygð við dóttur Maríu,
frú Solveigu Einarsdóttur, konu Bjarna Jónssonar banka-
stjóra, skiftust þær á brjefum til ihins síðasta. — Oft kom
Solveig í Möðrudal, og þótti henni vænt um Stefán föður-
bróður sinn, og hann hafði dálæti á henni. — Ekki er mjer
kunnugt um, hve Solveig var gömul, þegar hún sigldi til
Kaupmannahafnar, cn þar dvaldi hún í nokkur ár og var
til heimilis hjá tveim elstu Holtssystrunum, Guðrúnu og
Sigríði, sem þá voru ltúsettar þar. Bar hún djúpa virðingu
fyrir þeinfc — Sagði hún mjer stundum frá ýmsurn heil-
ræðum og lífsreglum, sem þær reyndu að innræta henni,
unglingnum. — Ein lífsreglan var sú, að hún skyldi aldrei
láta bugast, hvað sem fyrir liana kæmi um æfina, l)era
aldrei sorgir sínar utan á sjer, ganga ávalt teinrjett og l)era
-höfuðið hátt, hvernig sem henni væri innan brjósts. — í
Kaupmannahöfn sótti Solveig skóla og nam dráttlist og
alskonar listasaum og fatasaum. — Árið 1911 fluttist hún
til Kanada og var um skeið hjá hálfsystur sinni og manni
hennar, frú Sophíu og Jóni J. Bíldfell. — Fjórum árum
síðar giftist hún Charles Nielsen, gáfuðum ágætismanni,
ættuðum af ísafirði, foreldrar hans voru Sophus Jörgen
Nielsen og kona hans Þórunn Blöndal Nielsen. — Stofn-
settu þau, Solveig og Charles, heimili í Winnipeg og
bjuggu lengst af þar.